16 júl. 2014Íslenska kvennalandsliðið er búið að vinna tvo örugga sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppni Smáþjóða og það hefur íslenska liðið sýnt að það er með mjög breiðan og öflugan leikmannahóp. Íslenska byrjunarliðið er vissulega mjög sterkt með þær Helenu Sverrisdóttur, Hildi Sigurðardóttur, Pálínu Gunnlaugsdóttur, Bryndísi Guðmundsdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur sem er á sínu fyrsta ári sem byrjunarliðsleikmaður í landsliðinu. Á bekknum bíða hinsvegar hinar stelpurnar tilbúnar eftir tækifærinu og þær hafa heldur betur nýtt sín tækifæri í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins. Íslenska liðið hefur alls fengið 100 stig frá bekknum í sigrinum á Möltu og Gíbraltar, 44 stig í fyrri leiknum gegn Möltu og svo 56 í leiknum á móti Gíbraltar. Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur komið með flest stig inn af bekknum eða alls 25 eða 12,5 stig að meðaltali í leik. Gunnhildur hefur verið næststigahæst á eftir Helenu Sverrisdóttur í báðum leikjum og var í fyrsta sinn að skora yfir tíu stig í tveimur landsleikjum í röð. Helena Sverrisdóttir er stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjunum með 36 stig eða 18 stig að meðaltali í leik. Alls eru fjórir leikmenn búnar að skora yfir tíu srtig að meðaltali í leik en hinar eru þær Gunnhildur (12,5), Bryndís Guðmunsdóttir (12,0) og Pálína Gunnlaugsdóttir (10,5). Nýliðarnir Marín Laufey Davíðsdóttir og Margrét Rósa Háldanardóttir hafa fylgst að en þær eru báðar með samtals fimmtán stig í sínum fyrstu mótsleikjum eða 7,5 stig að meðaltali í leik. Stig byrjunarliðsmanna Íslands í riðlakeppninni: Helena Sverrisdóttir 36 Bryndís Guðmundsdóttir 24 Pálína Gunnlaugsdóttir 21 Hildur Sigurðardóttir 12 Hildur Björg Kjartansdóttir 12 Stig frá bekknum hjá Íslandi í riðlakeppninni: Gunnhildur Gunnarsdóttir 25 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15 Marín Laufey Davíðsdóttir 15 Margrét Rósa Háldanardóttir 15 Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14 María Ben Erlingsdóttir 10 Kristrún Sigurjónsdóttir 6
Hundrað stig frá bekknum í fyrstu tveimur leikjunum
16 júl. 2014Íslenska kvennalandsliðið er búið að vinna tvo örugga sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppni Smáþjóða og það hefur íslenska liðið sýnt að það er með mjög breiðan og öflugan leikmannahóp. Íslenska byrjunarliðið er vissulega mjög sterkt með þær Helenu Sverrisdóttur, Hildi Sigurðardóttur, Pálínu Gunnlaugsdóttur, Bryndísi Guðmundsdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur sem er á sínu fyrsta ári sem byrjunarliðsleikmaður í landsliðinu. Á bekknum bíða hinsvegar hinar stelpurnar tilbúnar eftir tækifærinu og þær hafa heldur betur nýtt sín tækifæri í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins. Íslenska liðið hefur alls fengið 100 stig frá bekknum í sigrinum á Möltu og Gíbraltar, 44 stig í fyrri leiknum gegn Möltu og svo 56 í leiknum á móti Gíbraltar. Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur komið með flest stig inn af bekknum eða alls 25 eða 12,5 stig að meðaltali í leik. Gunnhildur hefur verið næststigahæst á eftir Helenu Sverrisdóttur í báðum leikjum og var í fyrsta sinn að skora yfir tíu stig í tveimur landsleikjum í röð. Helena Sverrisdóttir er stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjunum með 36 stig eða 18 stig að meðaltali í leik. Alls eru fjórir leikmenn búnar að skora yfir tíu srtig að meðaltali í leik en hinar eru þær Gunnhildur (12,5), Bryndís Guðmunsdóttir (12,0) og Pálína Gunnlaugsdóttir (10,5). Nýliðarnir Marín Laufey Davíðsdóttir og Margrét Rósa Háldanardóttir hafa fylgst að en þær eru báðar með samtals fimmtán stig í sínum fyrstu mótsleikjum eða 7,5 stig að meðaltali í leik. Stig byrjunarliðsmanna Íslands í riðlakeppninni: Helena Sverrisdóttir 36 Bryndís Guðmundsdóttir 24 Pálína Gunnlaugsdóttir 21 Hildur Sigurðardóttir 12 Hildur Björg Kjartansdóttir 12 Stig frá bekknum hjá Íslandi í riðlakeppninni: Gunnhildur Gunnarsdóttir 25 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15 Marín Laufey Davíðsdóttir 15 Margrét Rósa Háldanardóttir 15 Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14 María Ben Erlingsdóttir 10 Kristrún Sigurjónsdóttir 6