15 júl. 2014Hildur Sigurðardóttir bætti í dag landsleikjamet Birnu Valgarðsdóttur í sigrinum á Gíbraltar í Evrópukeppni Smáþjóða þegar Hildur varð fyrsta íslenska konan sem nær að spila 77 A-landsleiki. Hildur lék sinn fyrsta landsleik á æfingamóti í Lúxemborg 7. maí 1999 eða fyrir fimmtán árum og rúmum tveimur mánuðum betur. Frá og með þessu móti í Lúxemborg hefur Hildur leikið 77 af 81 landsleik íslenska kvennalandsliðsins. Hér fyrir neðan eru nokkrar tölur frá landsleikjaferli Hildar Sigurðardóttur en það er að mörgu að taka enda er hún að spila sitt fjórtánda ár með landsliðinu. 3341 Birna Valgarðsdóttir átti landsleikjametið í 3341 dag eða í níu ár, einn mánuð og 23 daga. Birna bætti landsleikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur í maímánuði 2005 en árið áður hafði Anna María spilað sinn 60. og síðast landsleik. 2004 Hildur spilaði flesta landsleiki á einu ári sumarið 2004 en hún skoraði þá 101 stig í 13 landsleikjum. 416 Hildur hefur skorað 416 stig í leikjunum 77 eða 5,4 stig að meðaltali. Það hafa aðeins fjórar konur skorað fleiri stig en hún fyrir íslenska A-landsliðið en það eru Helena Sverrisdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Signý Hermannsdóttir. 74 Hildur hefur spilað alla leiki nema þrjá í treyju númer tíu. Hún bætti á sínum tíma met Bjargar Hafsteinsdóttur sem hafði spilað 33 leiki í tíunni. Hildur er nú kominn með 74 leiki í treyju númer 10 en spilaði þrjá leiki í fjarkanum á æfingamóti árið 2000. Það hafa aðeins fjórar aðrar fengið að klæðast tíunni frá því í maí 1999 en þær eru Guðrún Ósk Ámundadóttir (3 leikir), Kristín Blöndal (2), Kristín Björk Jónsdóttir (1) og Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir (1). 53 Hildur hefur spilað langflesta landsleiki sem leikmaður KR eða 53 talsins. Þetta var ellefti leikmaður hennar sem liðsmaður Snæfells en þá á hún einnig leiki fyrir Jamtland (7), ÍR (3) og Grindavík (3). 43 Hildur var í byrjunarliðinu í 43. skiptið í sigurleiknum á móti Gíbraltar. Hildur hefur byrjað átta leiki í röð og þrettán af síðustu fjórtan. 35 Hildur var í sigurliði í 35. sinn í dag en landsliðið hefur unnið 45 prósent af þeim leikjum sem hún hefur spilað á landsliðsferlinum. 27 Hildur hefur leikið 27 af leikjum sínum í keppnum á vegum FIBA og vantar aðeins tvo leiki til að jafna met Önnu Maríu Sveinsdóttur sem spilaði 29 FIBA-leiki á sínum tíma. Hildur hefur spilað 16 leiki á Norðurlandamótum og níu leikja hennar hafa verið á Smáþjóðaleikum. 23 Hildur hefur spilað flesta leiki fyrir Ívar Ásgrímsson eða 23 en hún hefur ekki náð tíu leikjum fyrir neinn annan þjálfara. Hildur spilaði níu leiki fyrir bæði Hjört Harðarson og Ágúst Björgvinsson. 14 Hildur hefur skorað tíu stig eða meira í 14 landsleikjum og braut tuttugu stiga múrinn í eina skiptið þegar hún skoraði 22 stig í vináttulandsleik á móti Englandi í Keflavík í maí 2004. 13 Hildur hefur spilað flesta landsleiki sína í íþróttahúsinu í Andorra eða þrettán talsins. Hún hefur spilað tólf leikja sinna í Lúxemborg. Flesta leiki á Íslandi hefur hún spilað á Ásvöllum eða átta talsins. 10 Hildur hefur spilað flesta landsleiki á móti Noregi eða alls tíu. Gíbraltar var nítjánda þjóðin sem Hildur mætir með íslenska kvennalandsliðinu. 4 Hildur hefur aðeins misst af fjórum A-landsleikjum undanfarin fimmtán ár. Hún missti af einum vináttuleik vegna meiðsla í desember 2004 og var síðan ekki með á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 2009. Flestir leikir með íslenska kvennalandsliðinu: Hildur Sigurðardóttir 77 Birna Valgarðsdóttir 76 Signý Hermannsdóttir 61 Anna María Sveinsdóttir 60 Guðbjörg Norðfjörð 53 Helga Þorvaldsdóttir 53 Alda Leif Jónsdóttir 52 Helena Sverrisdóttir 49 Erla Þorsteinsdóttir 48 Kristín Blöndal 45 María Ben Erlingsdóttir 41 Hanna B. Kjartansdóttir 39 Linda Stefánsdóttir 39 Erla Reynisdóttir 34 Björg Hafsteinsdóttir 33 Kristrún Sigurjónsdóttir 32 Leikir og stig Hildar eftir árum: 1999 3/3 2000 7/3 2001 3/22 2002 8/44 2003 6/33 2004 13/101 2005 6/46 2006 3/14 2007 3/21 2008 9/40 2009 5/27 2012 4/31 2013 3/8 2014 4/23