13 júl. 2014 Anna María Sveinsdóttir, fyrrum handhafi leikja- og stigamet íslenska kvennalandsliðsins, er sá leikmaður sem hefur spilað langflesta leiki í Evrópukeppni smáþjóða. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er á leiðinni til Austurríkis þar sem íslenska liðið tekur þátt í Evrópukeppni smáþjóða sem fer að þessu sinni fram í St. Pölten. Fyrsti leikur liðsins er á mánudaginn en liðið fer á morgun sunnudag. Anna María hefur einnig skorað langflest stig og þar hefur hún meira að segja alls 199 stiga forskot á þá næstu á listanum sem er Linda Stefánsdóttir. Anna María var með í fimm skipti í Evrópukeppni smáþjóða og spilaði meðal annars síðasta landsleik sinn þegar íslenska landsliðið vann þessa keppni fyrir tíu árum síðan. Anna María var með 367 stig í 29 leikjum í Evrópukeppni smáþjóða eða 12,7 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið vann 18 af 29 leikjum sínum á mótinu með hana innanborðs. Flestir leikir fyrir Ísland í Evrópukeppni smáþjóða: Anna María Sveinsdóttir 29 Guðbjörg Norðfjörð 24 Linda Stefánsdóttir 20 Birna Valgarðsdóttir 19 Kristín Blöndal 19 Erla Þorsteinsdóttir 19 Erla Reynisdóttir 15 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 15 Hanna B. Kjartansdóttir 15 Alda Leif Jónsdóttir 15 Helga Þorvaldsdóttir 14 Flest stig fyrir Ísland í Evrópukeppni smáþjóða: Anna María Sveinsdóttir 367 Linda Stefánsdóttir 168 Guðbjörg Norðfjörð 164 Birna Valgarðsdóttir 160 Erla Reynisdóttir 132 Kristín Blöndal 131 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 120 Erla Þorsteinsdóttir 107 Björg Hafsteinsdóttir 100 Helga Þorvaldsdóttir 95 Signý Hermannsdóttir 88
Anna María með flesta leiki og flest stig í Evrópukeppni smáþjóða
13 júl. 2014 Anna María Sveinsdóttir, fyrrum handhafi leikja- og stigamet íslenska kvennalandsliðsins, er sá leikmaður sem hefur spilað langflesta leiki í Evrópukeppni smáþjóða. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er á leiðinni til Austurríkis þar sem íslenska liðið tekur þátt í Evrópukeppni smáþjóða sem fer að þessu sinni fram í St. Pölten. Fyrsti leikur liðsins er á mánudaginn en liðið fer á morgun sunnudag. Anna María hefur einnig skorað langflest stig og þar hefur hún meira að segja alls 199 stiga forskot á þá næstu á listanum sem er Linda Stefánsdóttir. Anna María var með í fimm skipti í Evrópukeppni smáþjóða og spilaði meðal annars síðasta landsleik sinn þegar íslenska landsliðið vann þessa keppni fyrir tíu árum síðan. Anna María var með 367 stig í 29 leikjum í Evrópukeppni smáþjóða eða 12,7 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið vann 18 af 29 leikjum sínum á mótinu með hana innanborðs. Flestir leikir fyrir Ísland í Evrópukeppni smáþjóða: Anna María Sveinsdóttir 29 Guðbjörg Norðfjörð 24 Linda Stefánsdóttir 20 Birna Valgarðsdóttir 19 Kristín Blöndal 19 Erla Þorsteinsdóttir 19 Erla Reynisdóttir 15 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 15 Hanna B. Kjartansdóttir 15 Alda Leif Jónsdóttir 15 Helga Þorvaldsdóttir 14 Flest stig fyrir Ísland í Evrópukeppni smáþjóða: Anna María Sveinsdóttir 367 Linda Stefánsdóttir 168 Guðbjörg Norðfjörð 164 Birna Valgarðsdóttir 160 Erla Reynisdóttir 132 Kristín Blöndal 131 Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 120 Erla Þorsteinsdóttir 107 Björg Hafsteinsdóttir 100 Helga Þorvaldsdóttir 95 Signý Hermannsdóttir 88