23 jún. 2014 Íslensku strákarnir í 15 ára landsliðinu U99 enduðu í öðru sæti á Cophenhagen Invitational í dag eftir tap 65:86 gegn Svíum sem voru með besta lið mótsins. Allir sem komu að liðinu voru mjög sáttir með mótið og að ná öðru sætinu. Þorbjörn Arnmundsson var valinn í úrvalslið mótsins. Í upphafi leiks var jafnræði á við liðunum, en í stöðunni 8:9 skoruðu svíar 0-8 og leiddu 17:24 eftir fyrsta leikhluta. Svíarnir töluvert stærri í bakvarðastöðunum og það styrkti varnarstöðu þeirra sem var mjög góð. Í öðrum leikhluta bættu Svíarnir við forystuna sína og hélst hún frá 12-15 stig en íslensku strákarnir voru að gefa þeim sænsku of mikið af hraðupphlaupstigum sem var of mikið. Íslenska liðið var að skora svipað og í öðrum leikjum á mótinu en vörnin náði ekki að halda gegn góðu liði svía og staðan í hálfleik 32:45. Í þriðja leikhluta voru íslensku strákarnir staðráðnir að rífa sig upp og vinna leikinn og reyndu þeir allt sem þeir gátu, Hákon var aðvaraður fyrir "Flopp" þegar hann var keyrður niður og fór útaf meiddur á hné. Síðar fékk Helgi Guðjónsson svo tæknivillu fyrir að "floppa" þegar hann var ruddur niður við miðju vallarins og fór einnig meiddur af velli. Ósanngjarnt fannst íslenska liðinu en spænski dómarinn var ákveðin og gaf ekkert eftir. Svíarnir nýttu juku muninn í 19 stig áður en leikhlutanum lauk, staðan 48:67. Í fjórða leikhluta var Þorbjörn Arnumundsson ekki sáttur við villu sem var dæmd á hann og stappaði hann niður fætinum og fékk tæknivillu frá þeim spænska. Sænska liðið var klárlega sterkara liðið og féllu þessi 50/50 atriði einnig með þeim og þegar íslenska liðið reyndi að "gambla" opnaðist leikurinn enn frekar og Svíarnir juku forystuna og lokatölur 65:86. Frábæru móti hjá íslensku strákunum er því lokið og silfur voru uppskeran. Sá árangur er framar vonum aðstandendum liðsins og eitthvað til að leikmenn geta byggt á fyrir næsta verkefni sem er Norðurlandamót í Solna í Svíþjóð á næsta ári. Eftir riðlakeppnina voru íslensku strákarnir efsta liðið í 1. sæti með 66 stig í plús. Íslenska liðið getur verið stolt af sinni frammistöðu, innan vallar sem utan og nú er bara að æfa enn meira til að standa sig í baráttunni. Hópurinn kemur aftur saman um jólin en þá verður hópurinn stækkaður uppí 24 leikmenn. Stigaskor Íslands gegn Svíum bláum: Hákon Hjálmarsson 14 stig, Davíð Magnússon 10, Nökkvi Már Nökkvason 11, Helgi Guðjónsson 8, Sigmar Jóhann Bjarnason 8, Stefán Ljubicic 8, Gabríel Möller fyrirliði 2, Þorgeir Þorsteinsson 2, Þorbjörn Arnmundsson 2, Egill Agnar Októsson 0, Guðjón Sigurðarson 0, Birkir Björnsson 0. Þjálfarar liðsins voru þeir Ingi Þór Steinþórsson og Viðar Örn Hafsteinsson KKÍ óskar strákunum til hamingju með sína frammistöðu.
U15 Köben: Frábæru móti U15 lokið - Tap gegn Svíum í úrslitaleik
23 jún. 2014 Íslensku strákarnir í 15 ára landsliðinu U99 enduðu í öðru sæti á Cophenhagen Invitational í dag eftir tap 65:86 gegn Svíum sem voru með besta lið mótsins. Allir sem komu að liðinu voru mjög sáttir með mótið og að ná öðru sætinu. Þorbjörn Arnmundsson var valinn í úrvalslið mótsins. Í upphafi leiks var jafnræði á við liðunum, en í stöðunni 8:9 skoruðu svíar 0-8 og leiddu 17:24 eftir fyrsta leikhluta. Svíarnir töluvert stærri í bakvarðastöðunum og það styrkti varnarstöðu þeirra sem var mjög góð. Í öðrum leikhluta bættu Svíarnir við forystuna sína og hélst hún frá 12-15 stig en íslensku strákarnir voru að gefa þeim sænsku of mikið af hraðupphlaupstigum sem var of mikið. Íslenska liðið var að skora svipað og í öðrum leikjum á mótinu en vörnin náði ekki að halda gegn góðu liði svía og staðan í hálfleik 32:45. Í þriðja leikhluta voru íslensku strákarnir staðráðnir að rífa sig upp og vinna leikinn og reyndu þeir allt sem þeir gátu, Hákon var aðvaraður fyrir "Flopp" þegar hann var keyrður niður og fór útaf meiddur á hné. Síðar fékk Helgi Guðjónsson svo tæknivillu fyrir að "floppa" þegar hann var ruddur niður við miðju vallarins og fór einnig meiddur af velli. Ósanngjarnt fannst íslenska liðinu en spænski dómarinn var ákveðin og gaf ekkert eftir. Svíarnir nýttu juku muninn í 19 stig áður en leikhlutanum lauk, staðan 48:67. Í fjórða leikhluta var Þorbjörn Arnumundsson ekki sáttur við villu sem var dæmd á hann og stappaði hann niður fætinum og fékk tæknivillu frá þeim spænska. Sænska liðið var klárlega sterkara liðið og féllu þessi 50/50 atriði einnig með þeim og þegar íslenska liðið reyndi að "gambla" opnaðist leikurinn enn frekar og Svíarnir juku forystuna og lokatölur 65:86. Frábæru móti hjá íslensku strákunum er því lokið og silfur voru uppskeran. Sá árangur er framar vonum aðstandendum liðsins og eitthvað til að leikmenn geta byggt á fyrir næsta verkefni sem er Norðurlandamót í Solna í Svíþjóð á næsta ári. Eftir riðlakeppnina voru íslensku strákarnir efsta liðið í 1. sæti með 66 stig í plús. Íslenska liðið getur verið stolt af sinni frammistöðu, innan vallar sem utan og nú er bara að æfa enn meira til að standa sig í baráttunni. Hópurinn kemur aftur saman um jólin en þá verður hópurinn stækkaður uppí 24 leikmenn. Stigaskor Íslands gegn Svíum bláum: Hákon Hjálmarsson 14 stig, Davíð Magnússon 10, Nökkvi Már Nökkvason 11, Helgi Guðjónsson 8, Sigmar Jóhann Bjarnason 8, Stefán Ljubicic 8, Gabríel Möller fyrirliði 2, Þorgeir Þorsteinsson 2, Þorbjörn Arnmundsson 2, Egill Agnar Októsson 0, Guðjón Sigurðarson 0, Birkir Björnsson 0. Þjálfarar liðsins voru þeir Ingi Þór Steinþórsson og Viðar Örn Hafsteinsson KKÍ óskar strákunum til hamingju með sína frammistöðu.