20 jún. 2014U15 ára lið Íslands hafa bæði lokið fyrri leik sínum í dag á CPH-Invitational mótinu í Kaupmannahöfn. U15 strákarnir unnu Værlöse frá Danmörku 74:56 fyrir hádegi og síðan upp úr hádegi áttust við U15 stelpurnar okkar og U15 ára landslið Danmerkur. Danir reyndust okkur erfiðir á endasprettinum en Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari þeirra, sagði þær staðráðnar í að mæta einbeittar í kvöld í næsta leik reynslunni ríkari eftir sinn fyrsta landsleik. Stelpurnar leika gegn Svíþjóð í kvöld og strákarnir gegn Finnlandi.
U15 í Köben: Fyrstu leikjum dagsins lokið
20 jún. 2014U15 ára lið Íslands hafa bæði lokið fyrri leik sínum í dag á CPH-Invitational mótinu í Kaupmannahöfn. U15 strákarnir unnu Værlöse frá Danmörku 74:56 fyrir hádegi og síðan upp úr hádegi áttust við U15 stelpurnar okkar og U15 ára landslið Danmerkur. Danir reyndust okkur erfiðir á endasprettinum en Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari þeirra, sagði þær staðráðnar í að mæta einbeittar í kvöld í næsta leik reynslunni ríkari eftir sinn fyrsta landsleik. Stelpurnar leika gegn Svíþjóð í kvöld og strákarnir gegn Finnlandi.