7 jún. 2014Þann 1. júní síðastliðin opnaði félagaskiptaglugginn á ný skv. reglugerð KKÍ. Leikmenn og félög geta því nú framkvæmt félagaskipti líkt og venjulega fram til 15. nóvember á komandi tímabili. Glugginn verður svo opinn aftur frá og með 1. janúar til 31. janúar 2015. Breytt gjaldskrá Stjórn KKÍ hefur ákveðið að lækka félgaskiptagjald fyrir leikmenn sem eru 35 ára eða eldri (á árinu) en það eru á þessu tímabili leikmenn sem eru fæddir 1979 eða fyrr. Þeir greiða hér eftir 1.000 kr. fyrir félagaskipti óháð deildum. Líkt og áður gilda sömu reglur varðandi félagaskipti að félög leikmanna þurfa að vera skuldlaus svo hægt sé að veita leikheimildir en það á við þegar leikmenn eldri en 20 ára eru að skipta um félög. Athygli skal vakin á því að B-lið lúta sömu reglum og A-lið en félagaskiptagjald fyrir leikmenn í Domino's- og 1. deildum greiða 10.000 kr. til að skipta um félag. Leikmenn yngri en 20 ára greiða 1.000 kr.
Félagskiptaglugginn opinn og breytt gjaldskrá
7 jún. 2014Þann 1. júní síðastliðin opnaði félagaskiptaglugginn á ný skv. reglugerð KKÍ. Leikmenn og félög geta því nú framkvæmt félagaskipti líkt og venjulega fram til 15. nóvember á komandi tímabili. Glugginn verður svo opinn aftur frá og með 1. janúar til 31. janúar 2015. Breytt gjaldskrá Stjórn KKÍ hefur ákveðið að lækka félgaskiptagjald fyrir leikmenn sem eru 35 ára eða eldri (á árinu) en það eru á þessu tímabili leikmenn sem eru fæddir 1979 eða fyrr. Þeir greiða hér eftir 1.000 kr. fyrir félagaskipti óháð deildum. Líkt og áður gilda sömu reglur varðandi félagaskipti að félög leikmanna þurfa að vera skuldlaus svo hægt sé að veita leikheimildir en það á við þegar leikmenn eldri en 20 ára eru að skipta um félög. Athygli skal vakin á því að B-lið lúta sömu reglum og A-lið en félagaskiptagjald fyrir leikmenn í Domino's- og 1. deildum greiða 10.000 kr. til að skipta um félag. Leikmenn yngri en 20 ára greiða 1.000 kr.