7 maí 2014 KR varð í gær Íslandsmeistari í 8. flokki drengja en leikið var í DHL-höllinni. KR sigraði Fjölni og Keflavík á mánudaginn. Þeir mættu svo Haukum í næstsíðasta leik en Haukar voru einnig ósigraðir. Úr varð magnaður leikur þar sem þurfti fjórar framlengingar til að knýja fram úrslit. Þar voru það KR-ingar sem höfðu betur og þeir unnu svo Njarðvík í lokaleik sínum á mótinu. Þjálfari liðsins er Bojan Desnica. Til hamingju KR!
KR Íslandsmeistari í 8. flokki drengja 2014
7 maí 2014 KR varð í gær Íslandsmeistari í 8. flokki drengja en leikið var í DHL-höllinni. KR sigraði Fjölni og Keflavík á mánudaginn. Þeir mættu svo Haukum í næstsíðasta leik en Haukar voru einnig ósigraðir. Úr varð magnaður leikur þar sem þurfti fjórar framlengingar til að knýja fram úrslit. Þar voru það KR-ingar sem höfðu betur og þeir unnu svo Njarðvík í lokaleik sínum á mótinu. Þjálfari liðsins er Bojan Desnica. Til hamingju KR!