1 maí 2014Fjölnir býður öllum börnum og unglingum sem hafa áhuga á að bæta sig og hafa gaman að körfubolta gefst tækifæri til æfinga í sumar, þar mun metnaður, ánægja og gleði mráða ríkjum. Mikil körfuboltahefð hefur skapast í Grafarvoginum sem sést m.a. á því að karlaliðið komst upp í úrvalsdeild í vetur og kvennaliðið féll út í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild. Einnig hefur Fjölnir alið upp leikmenn sem spila nú sem atvinnumenn í Evrópu. Margir efnilegir leikmenn eru í félaginu og mikill kraftur hefur verið í yngri flokka starfinu í vetur og ekkert verður gefið eftir í sumar. Búið er að ráða mjög hæfa þjálfara til að sjá um metnaðarfullt sumar starf deildarinnar. Boltanámskeið fyrir börn fædd 2005-2008 Hvert námskeiðið er frá kl. 9-12 alla virka daga. Boðið er upp á gæslu milli 8 - 9 og 12 – 13 sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Börnin þurfa að taka með sér hollt og gott nesti. Þátttökugjald er 4.500 kr. fyrir námskeiðið. Boðið er upp á 10% systkina afslátt. Námskeið: 1. 10. - 13. júní (4 dagar) 2. 16. - 20. júní (4 dagar) 3. 23. - 27. júní (5 dagar) 4. 30. júní - 4. júlí (5 dagar) Umsjónarmaður verður Ægir Þór Steinarsson. Ægir Þór er uppalinn hjá Fjölni og er atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta. Hann hefur þjálfað börn og unglinga hjá félaginu. Með honum verða þrír 14-16 ára leikmenn úr yngri liðum Fjölnis. Akademía 1 Krakkar fæddir 2000-2004. Námskeiðið er frá kl. 13-15 alla virka daga í Dalhúsum. Þjálfarar eru Ægir Þór Steinarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson atvinnumenn í körfubolta í Svíþjóð og á Spáni. Báðir eru uppaldir hjá Fjölni og hafa spilað með yngri landsliðum Íslands og Ægir á að baki A landsleiki fyrir hönd Íslands. Námskeið: 1. 10.-28. júní (3 vikur) Verð 10.500 krónur 2. 30. júní-11. júlí (2 vikur) Verð 7.000 krónur 3. 5.-15. ágúst (2 vikur) Verð 7.000 krónur TILBOÐ: Ef allt tímabilið er greitt saman er verðið 20.000 kr. í stað 24.500 kr. (4.500 kr. í afslátt). Systkinaafsláttur er 10% en gildir ekki fyrir heildarnámskeiðstilboðið. Akademía 2 Unglingar fæddir 1995-1999 Námskeiðið er frá kl. 16:30-18:30 frá mánudegi til fimmtudags og í hádeginu á föstudögum í Dalhúsum. Þjálfarar eru Arnþór Freyr Guð munds son og Hjalti Þór Vilhjálmsson. Arnþór Freyr er atvinnumaður á Spáni og hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hjalti Þór er þrautreyndur þjálfari og leikmaður úr úrvalsdeild og þjálfar karlalið Fjölnis í úrvalsdeild. Báðir eru þeir uppaldir hjá Fjölni. Námskeið: 1. 10. - 28. júní (3 vikur) Verð 10.500 krónur 2. 30. - 11. júlí (2 vikur) Verð 7.000 krónur 3. 5. - 15. ágúst (2 vikur) Verð 7.000 krónur TILBOÐ: Ef allt tímabilið er greitt saman er verðið 20.000 kr. í stað 24.500 kr. (4.500 kr. í afslátt). Systkinaafsláttur er 10% en gildir ekki fyrir heildarnámskeiðstilboðið. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Fjölnis, [v+]http://www.fjolnir.is [v-]www.fjolnir.is[slod-].
Körfuboltanámskeið Fjölnis í sumar
1 maí 2014Fjölnir býður öllum börnum og unglingum sem hafa áhuga á að bæta sig og hafa gaman að körfubolta gefst tækifæri til æfinga í sumar, þar mun metnaður, ánægja og gleði mráða ríkjum. Mikil körfuboltahefð hefur skapast í Grafarvoginum sem sést m.a. á því að karlaliðið komst upp í úrvalsdeild í vetur og kvennaliðið féll út í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild. Einnig hefur Fjölnir alið upp leikmenn sem spila nú sem atvinnumenn í Evrópu. Margir efnilegir leikmenn eru í félaginu og mikill kraftur hefur verið í yngri flokka starfinu í vetur og ekkert verður gefið eftir í sumar. Búið er að ráða mjög hæfa þjálfara til að sjá um metnaðarfullt sumar starf deildarinnar. Boltanámskeið fyrir börn fædd 2005-2008 Hvert námskeiðið er frá kl. 9-12 alla virka daga. Boðið er upp á gæslu milli 8 - 9 og 12 – 13 sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Börnin þurfa að taka með sér hollt og gott nesti. Þátttökugjald er 4.500 kr. fyrir námskeiðið. Boðið er upp á 10% systkina afslátt. Námskeið: 1. 10. - 13. júní (4 dagar) 2. 16. - 20. júní (4 dagar) 3. 23. - 27. júní (5 dagar) 4. 30. júní - 4. júlí (5 dagar) Umsjónarmaður verður Ægir Þór Steinarsson. Ægir Þór er uppalinn hjá Fjölni og er atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta. Hann hefur þjálfað börn og unglinga hjá félaginu. Með honum verða þrír 14-16 ára leikmenn úr yngri liðum Fjölnis. Akademía 1 Krakkar fæddir 2000-2004. Námskeiðið er frá kl. 13-15 alla virka daga í Dalhúsum. Þjálfarar eru Ægir Þór Steinarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson atvinnumenn í körfubolta í Svíþjóð og á Spáni. Báðir eru uppaldir hjá Fjölni og hafa spilað með yngri landsliðum Íslands og Ægir á að baki A landsleiki fyrir hönd Íslands. Námskeið: 1. 10.-28. júní (3 vikur) Verð 10.500 krónur 2. 30. júní-11. júlí (2 vikur) Verð 7.000 krónur 3. 5.-15. ágúst (2 vikur) Verð 7.000 krónur TILBOÐ: Ef allt tímabilið er greitt saman er verðið 20.000 kr. í stað 24.500 kr. (4.500 kr. í afslátt). Systkinaafsláttur er 10% en gildir ekki fyrir heildarnámskeiðstilboðið. Akademía 2 Unglingar fæddir 1995-1999 Námskeiðið er frá kl. 16:30-18:30 frá mánudegi til fimmtudags og í hádeginu á föstudögum í Dalhúsum. Þjálfarar eru Arnþór Freyr Guð munds son og Hjalti Þór Vilhjálmsson. Arnþór Freyr er atvinnumaður á Spáni og hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hjalti Þór er þrautreyndur þjálfari og leikmaður úr úrvalsdeild og þjálfar karlalið Fjölnis í úrvalsdeild. Báðir eru þeir uppaldir hjá Fjölni. Námskeið: 1. 10. - 28. júní (3 vikur) Verð 10.500 krónur 2. 30. - 11. júlí (2 vikur) Verð 7.000 krónur 3. 5. - 15. ágúst (2 vikur) Verð 7.000 krónur TILBOÐ: Ef allt tímabilið er greitt saman er verðið 20.000 kr. í stað 24.500 kr. (4.500 kr. í afslátt). Systkinaafsláttur er 10% en gildir ekki fyrir heildarnámskeiðstilboðið. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Fjölnis, [v+]http://www.fjolnir.is [v-]www.fjolnir.is[slod-].