13 apr. 2014Breiðablik tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild kvenna á næsta keppnistímabili með sigri á Fjölni í oddaleik í 1. deild kvenna. Leikið var í Smáranum og höfðu liðin unnið sitthvorn leikinn fyrir leikinn í kvöld. Leikurinn í kvöld var spennandi og eftir að Breiðablik hafði leitt eftir fyrstu tvo leikhlutana, náði Fjölnir að vera yfir eftir þann þriðja. Það var svo góður lokasprettur Blikastúlkna sem tryggði 75:63 sigur í leiknum og þar með sigur í einvíginu 2-1. Til hamingju Breiðablik.
Breiðablik í Domino's deild kvenna að ári
13 apr. 2014Breiðablik tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild kvenna á næsta keppnistímabili með sigri á Fjölni í oddaleik í 1. deild kvenna. Leikið var í Smáranum og höfðu liðin unnið sitthvorn leikinn fyrir leikinn í kvöld. Leikurinn í kvöld var spennandi og eftir að Breiðablik hafði leitt eftir fyrstu tvo leikhlutana, náði Fjölnir að vera yfir eftir þann þriðja. Það var svo góður lokasprettur Blikastúlkna sem tryggði 75:63 sigur í leiknum og þar með sigur í einvíginu 2-1. Til hamingju Breiðablik.