1 apr. 2014Hinar árlegu Körfuboltabúðir KFÍ hefjast þriðjudaginn 3. júní kl. 18:00 og þeim lýkur sunnudaginn 8. júní kl. 15:00 (hvítasunnudag). Búðirnar eru frábær skóli fyrir áhugasama körfuboltakrakka sem fæddir eru 2003 og fyrr. Yfirþjálfari búðanna verður Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Með honum verða reyndir þjálfarar á borð við Arnar Guðjónsson, Borce Ilievski og Eric Olson. Fleiri góð nöfn eru væntanleg á næstu vikum. Þjálfaranámskeiðin verða sem fyrr á sínum stað í búðunum. Þátttökugjaldið er aðeins 40.000 kr. fyrir allan búðapakkann: Æfingar, gisting í 5 nætur og fullt fæði. Upplýsingar um verð á einstökum þáttum búðanna er að finna á www.kfi.is. Heimavist búðanna er einungis ætluð iðkendum og þjálfurum/fararstjórum þeirra. Tekið er við skráningum og fyrirspurnum á netfanginu [p+]kfibudir@gmail.com[p-] kfibudir@gmail.com[slod-] og einnig er hægt að skrá iðkendur rafrænt á www.kfi.is/skraning. Gistirými á vist er takmarkað og fjöldinn í búðirnar sömuleiðis og því er snjallt að skrá iðkendur sem allra fyrst. Skráningarfrestur er til 30. apríl.
Körfuboltabúðir KFÍ 2014
1 apr. 2014Hinar árlegu Körfuboltabúðir KFÍ hefjast þriðjudaginn 3. júní kl. 18:00 og þeim lýkur sunnudaginn 8. júní kl. 15:00 (hvítasunnudag). Búðirnar eru frábær skóli fyrir áhugasama körfuboltakrakka sem fæddir eru 2003 og fyrr. Yfirþjálfari búðanna verður Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Með honum verða reyndir þjálfarar á borð við Arnar Guðjónsson, Borce Ilievski og Eric Olson. Fleiri góð nöfn eru væntanleg á næstu vikum. Þjálfaranámskeiðin verða sem fyrr á sínum stað í búðunum. Þátttökugjaldið er aðeins 40.000 kr. fyrir allan búðapakkann: Æfingar, gisting í 5 nætur og fullt fæði. Upplýsingar um verð á einstökum þáttum búðanna er að finna á www.kfi.is. Heimavist búðanna er einungis ætluð iðkendum og þjálfurum/fararstjórum þeirra. Tekið er við skráningum og fyrirspurnum á netfanginu [p+]kfibudir@gmail.com[p-] kfibudir@gmail.com[slod-] og einnig er hægt að skrá iðkendur rafrænt á www.kfi.is/skraning. Gistirými á vist er takmarkað og fjöldinn í búðirnar sömuleiðis og því er snjallt að skrá iðkendur sem allra fyrst. Skráningarfrestur er til 30. apríl.