21 mar. 2014Í kvöld hefst úrslitakeppni 1. deildar karla 2013-2014. Fjögur lið eigast við í baráttunni um eitt laust sæti í efstu deild að ári, en fyrir eru Tindastóll búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og sæti í Domino's deildinni á næsta tímbili, og því aðeins spurning um hvaða lið fylgir þeim upp. Liðin sem mætast eru (sæti í deild): Fjölnir (2) og Breiðablik (5) og Þór Akureyri (3) og Höttur (4). Vinna þarf 2 leiki í undanúrslitunum til að fara í úrslit og þar þarf að nýju að vinna tvo leiki til að tryggja sér sigur í úrslitakeppninni. Í kvöld áttu báðar viðureignirnar að hefjast en v/ ófærðar milli Egilsstaða og Akureyrar hefur þeim leik verið frestað og því einn leikur á dagskrá í Dalhúsum í kvöld þegar Fjölnismenn taka á móti Breiðablik. Leikurinn hefst kl. 19.15.
Úrslitakeppni 1. deildar karla hefst í kvöld
21 mar. 2014Í kvöld hefst úrslitakeppni 1. deildar karla 2013-2014. Fjögur lið eigast við í baráttunni um eitt laust sæti í efstu deild að ári, en fyrir eru Tindastóll búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og sæti í Domino's deildinni á næsta tímbili, og því aðeins spurning um hvaða lið fylgir þeim upp. Liðin sem mætast eru (sæti í deild): Fjölnir (2) og Breiðablik (5) og Þór Akureyri (3) og Höttur (4). Vinna þarf 2 leiki í undanúrslitunum til að fara í úrslit og þar þarf að nýju að vinna tvo leiki til að tryggja sér sigur í úrslitakeppninni. Í kvöld áttu báðar viðureignirnar að hefjast en v/ ófærðar milli Egilsstaða og Akureyrar hefur þeim leik verið frestað og því einn leikur á dagskrá í Dalhúsum í kvöld þegar Fjölnismenn taka á móti Breiðablik. Leikurinn hefst kl. 19.15.