14 mar. 2014Tindastóll lék sinn síðasta heimaleik í kvöld á heimavelli á þessu tímabili og fengu sigurverðlaun sín afhent í leikslok fyrir sigur í 1. deild karla. Það var ljóst fyrir nokkru að Tindastóll myndi enda í efsta sæti deildarinnar en það var Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem afhenti Tindastólsmönnum verðlaunin í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki. KKÍ óskar Tindastól til hamingju með árangurinn. Tindastóll leikur þar með í efstu deild, Domino's deildinni, að ári eftir árs fjarveru og framundan er síðan úrslitakeppni 1. deildar karla um laust sæti í efstu deild að ári ásamt Stólunum. Úrslitakeppni 1. deildar karla Fjölnir-Breiðablik Þór Akureyri-Höttur Undanúrslitin hefjast föstudaginn 21. mars. Það lið sem vinnur fyrr tvo leiki fer áfram í úrslitin og sem hefjast þriðjudaginn 1. apríl.
Tindastóll sigurvegarar 1. deildar 2013-2014
14 mar. 2014Tindastóll lék sinn síðasta heimaleik í kvöld á heimavelli á þessu tímabili og fengu sigurverðlaun sín afhent í leikslok fyrir sigur í 1. deild karla. Það var ljóst fyrir nokkru að Tindastóll myndi enda í efsta sæti deildarinnar en það var Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem afhenti Tindastólsmönnum verðlaunin í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki. KKÍ óskar Tindastól til hamingju með árangurinn. Tindastóll leikur þar með í efstu deild, Domino's deildinni, að ári eftir árs fjarveru og framundan er síðan úrslitakeppni 1. deildar karla um laust sæti í efstu deild að ári ásamt Stólunum. Úrslitakeppni 1. deildar karla Fjölnir-Breiðablik Þór Akureyri-Höttur Undanúrslitin hefjast föstudaginn 21. mars. Það lið sem vinnur fyrr tvo leiki fer áfram í úrslitin og sem hefjast þriðjudaginn 1. apríl.