5 mar. 2014Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir fjögur mál á fundi sínum í dag. Mál nr. 15-2013/2014: Með vísan til ákvæðis h. liðar 1. mgr. 13. gr., sbr. d. liðar 2. mgr. 12. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal kærði, Körfuknattleiksdeild Keflavíkur, greiða kr. 25.000 í sekt, vegna háttsemi áhangenda liðsins gagnvart dómurum eftir leik Keflavíkur og Hauka í Dominos-deild kvenna, sem fram fór 9. febrúar 2014. Vill aga- og úrskurðarnefnd að koma á framfæri ábendingu til forráðamanna Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um að þeir tryggi betur öryggi dómara fyrir og eftir leiki sem félagið ber ábyrgð á. Agaúrskurður nr. 21/2013-2014. Með vísan til ákvæðis 2. mgr. 6. gr., sbr. e. liðar 2. mgr. 12. gr. og með hliðsjón af c. lið 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik KR og Keflavíkur, í úrvaldsdeild karla, sem fram fór þann 24. febrúar 2014. Agaúrskurður nr. 22/2013-2014: Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ingimar A Baldursson, leikmaður KR, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik KR og Njarðvíkur í Bikarkeppni - 10.flokkur karla, sem leikinn var 27. febrúar 2014". Agaúrskurður nr. 23/2013-2014: Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hugi Hólm Guðbjörnsson, leikmaður KR, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Grindavík - KR í drengjaflokki á Íslandsmóti karla sem fram fór þann 1. mars 2014.