4 mar. 2014Tindastóll varð í gær deildarmeistari 1. deildar karla þegar Höttur og Þór Akureyri mættust í gær á Egilsstöðum. Höttur vann Þór Akureyri 71:70 og þar með er ljóst að ekkert lið getur náð Tindastólsmönnum að stigum, en Þórsarar höfðu einir möguleika á að ná nágrönnum sínum úr Skagafirði að stigum. Það eru því Tindstóll sem sigrar 1. deild karla í ár og fer beint upp í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Næstu fjögur lið í deildinni munu svo leika úrslitakeppni um annað laust sæti í Domino's deildinni. Tveir leikir eru eftir hjá öllum liðum í deildarkeppninni en Tindstóll mun fá sigurverðlaun sín afhent á heimavelli föstudaginn 14. mars, í Síkinu á Sauðárkróki.
Tindastóll í Domino's deildina að ári
4 mar. 2014Tindastóll varð í gær deildarmeistari 1. deildar karla þegar Höttur og Þór Akureyri mættust í gær á Egilsstöðum. Höttur vann Þór Akureyri 71:70 og þar með er ljóst að ekkert lið getur náð Tindastólsmönnum að stigum, en Þórsarar höfðu einir möguleika á að ná nágrönnum sínum úr Skagafirði að stigum. Það eru því Tindstóll sem sigrar 1. deild karla í ár og fer beint upp í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Næstu fjögur lið í deildinni munu svo leika úrslitakeppni um annað laust sæti í Domino's deildinni. Tveir leikir eru eftir hjá öllum liðum í deildarkeppninni en Tindstóll mun fá sigurverðlaun sín afhent á heimavelli föstudaginn 14. mars, í Síkinu á Sauðárkróki.