28 feb. 2014Varðandi mót næsta árs: Breytt fyrirkomulag Nettómótsins 2015 Á fundi mótanefndar fyrr í vikunni var tekin sú RISASTÓRA ákvörðun, að Nettómótið 2014 verði síðasta mótið að sinni þar sem 11 ára börn (6. bekkur) eru gjaldgeng. Á afmælismótinu 2010 fór keppendafjöldinn í fyrsta skipti yfir þúsund iðkendur og frá þeim tíma hefur orðið áframhaldandi aukning. Nú er svo komið að ekki reynist unnt að koma öllum þeim liðum á mótið sem hafa óskað eftir þátttöku og það þykir okkur mótshöldurum ákaflega miður, stærð mótsins er einfaldlega komin að þolmörkum. Á sama tíma hefur hlutfall elsta árgangsins minnkað á mótinu, sem er e.t.v. eðlilegt í ljósi þess að sá árgangur leikur reglulega á Íslandsmóti auk fjölgandi minniboltamóta félaganna. Við teljum þessa ákvörðun því rökrétt framhald á þróun mótsins, enda viljum við umfram allt halda gæðum þess samkvæmt okkar kröfum frekar en nokkuð annað. Komandi mót er því síðasta Nettómót barna fæddra 2002 og 2003. Nettómótið 2015 verður 25 ára afmælismót, haldið 7.-8. mars. Það mót verður alvöru RISASTÓR veisla fyrir börn fædd 2004 og síðar og þeirra aðstandendur. Okkar bestu kveðjur og velkomin til Reykjanesbæjar um helgina. Mótanefnd Nettómótsins
Nettómótið 2014 · Tilkynning frá mótshöldurum
28 feb. 2014Varðandi mót næsta árs: Breytt fyrirkomulag Nettómótsins 2015 Á fundi mótanefndar fyrr í vikunni var tekin sú RISASTÓRA ákvörðun, að Nettómótið 2014 verði síðasta mótið að sinni þar sem 11 ára börn (6. bekkur) eru gjaldgeng. Á afmælismótinu 2010 fór keppendafjöldinn í fyrsta skipti yfir þúsund iðkendur og frá þeim tíma hefur orðið áframhaldandi aukning. Nú er svo komið að ekki reynist unnt að koma öllum þeim liðum á mótið sem hafa óskað eftir þátttöku og það þykir okkur mótshöldurum ákaflega miður, stærð mótsins er einfaldlega komin að þolmörkum. Á sama tíma hefur hlutfall elsta árgangsins minnkað á mótinu, sem er e.t.v. eðlilegt í ljósi þess að sá árgangur leikur reglulega á Íslandsmóti auk fjölgandi minniboltamóta félaganna. Við teljum þessa ákvörðun því rökrétt framhald á þróun mótsins, enda viljum við umfram allt halda gæðum þess samkvæmt okkar kröfum frekar en nokkuð annað. Komandi mót er því síðasta Nettómót barna fæddra 2002 og 2003. Nettómótið 2015 verður 25 ára afmælismót, haldið 7.-8. mars. Það mót verður alvöru RISASTÓR veisla fyrir börn fædd 2004 og síðar og þeirra aðstandendur. Okkar bestu kveðjur og velkomin til Reykjanesbæjar um helgina. Mótanefnd Nettómótsins