19 feb. 2014Snæfell er eina liðið sem ekki hefur orðið bikarmeistari af þeim fjórum liðum sem leika núna um helgina í Höllinni. Snæfell fór í úrslit árið 2012 en tapaði þá fyrir Njarðvík. Lítum aðeins á fyrri bikarúrslitaleiki liðanna. Haukar: Hafnfirðingar hafa verið reglulegir gestir í Höllinni undanfarin ár. Alls hefur liðið unnið fimm bikarmeistaratitla og þrír þeirra komu á árunum 2005, 2007 og 2010 en einnig léku þær til úrslita árið 2008. Bikarúrslitaleikurinn 2014 er níundi bikarúrslitaleikur Hauka. Fyrsta ferð Hauka í Höllina var árið 1984 þegar Haukar lögðu ÍS 69-57. Síðasta ferð Hauka í Höllina var árið 2010 þegar Haukar lögðu Keflavík 83-77. Haukar er eina kvennaliðið sem hefur mætt í Höllina sem nýliði í efstu deild og unnið bikarinn en þetta gerðist árið 2005. Bikarúrslitaleikir: 1984: Haukar 69-57 ÍS 1988: Keflavík 76-60 Haukar 1990: Keflavík 62-29 Haukar 1992: Haukar 70-54 Keflavík 2005: Grindavík 69-72 Haukar 2007: Keflavík 77-78 Haukar 2008: Grindavík 77-67 Haukar 2010: Haukar 83-77 Keflavík 2014: Snæfell – Haukar Snæfell: Hólmarar sem tróna á toppi Domino´s deildarinar er að fara í annað sinn í Höllina. Árið 2012 lék liðið við Keflavík og tapaði. Bikarúrslitaleikurinn 2014 er annar bikarúrslitaleikur Snæfells. Fyrsta ferð Snæfells í Höllina var árið 2012 þegar þær töpuðu fyrir Keflavík 77-84. Síðasta ferð Snæfells í Höllina var árið 2012 þegar þær töpuðu fyrir Keflavík 77-84. Bikarúrslitaleikir: 2012: Snæfell 77-84 Njarðvík 2014: Snæfell – Haukar ÍR: ÍR-ingar eru að fara í áttunda sinn í Höllina núna á laugardag en liðið lék fimm úrslitaleiki á árunum 1971-1989 en allir töpuðust þeir. Það var ekki fyrr en árið 2001 sem bikarmeistaratitillinn kom í hús hjá Grindavík og var það þá í sjöttu tilraun. Síðan þá hafa þeir unnið annan bikarmeistaratitil en það var árið 2007. Fyrsta ferð ÍR í Höllina var árið 1971 þegar KR lagði þá að velli 87-85. Síðasta ferð ÍR í Höllina var árið 2007 þegar þeir lögðu Hamar/Selfoss 81-83. Bikarúrslitaleikir: 1971: KR 87-85 ÍR 1972: KR 85-80 ÍR 1979: KR 87-72 ÍR 1983: Valur 78-75 ÍR 1989: Njarðvík 78-77 (71-71) ÍR 2001: ÍR 91-83 Hamar 2007: Hamar/Selfoss 81-83 ÍR 2014: Grindavík – ÍR Grindavík: Bikarúrslitaleikurinn 2014 verður fjórði bikarúrslitaleikur Grindavíkur á síðustu fimm árum. En í síðustu þremur viðureignum hefur Grindavík tapað en í heildina hefur félagið farið sjö sinnum áður í Höllina og er þetta því áttundi bikarúrslitaleikur félagsins. Fyrsta ferð Grindavíkur í Höllina var árið 1995 þegar þeir lögðu Njarðvík 105-93. Síðasta ferð Grindavíkur í Höllina var árið 2013 þegar liðið beið lægri hlut gegn Stjörnunni 79-91. Bikarúrslitaleikir: 1995: Grindavík 105-93 Njarðvík 1998: Grindavík 95-71 KFÍ 2000: Grindavík 59-55 KR 2006: Grindavík 93-78 Keflavík 2010: Snæfell 92-81Grindavík 2011: KR 94-72 Grindavík 2013: Grindavík 79-91 Stjarnan 2014: Grindavík - ÍR