4 feb. 2014Í gærkvöldi var dregið í riðla fyrir HM sem fram fer á Spáni í haust, dagana 30. ágúst til 14. september. Leikið verður í riðlum víðs vegar um landið en úrslitin fara fram í Madrid og Barcelona dagana 6.-14. september. Vinir okkar og eina norðurlandaþjóðin Finnar fengu það verðuga verkefni að leika í riðli með Bandaríkjunum sem eru ríkjandi heimsmeistarar. Riðlar og leikstaðir: A-riðill (Granada): Spánn, Serbía, Frakkland, Brasilía, Egyptaland og Íran. B-riðill (Seville): Filipseyjar, Senegal, Púertó Ríkó, Argentína, Grikkland og Króatía. C-riðill (Bilbao): Dóminíska lýðveldið, Tyrkland, Bandaríkin, Finnland, Nýja Sjáland og Úkraína. D-riðill (Gran Canaria): Slóvenía, Litháen, Angóla, Suður-Kórea, Mexikó og Ástralía. Sigurvegarar mótsins fá afhentann „Naismith-bikarinn“, sem er nefndur í höfuðið á föður körfuboltans, Dr. James Naismith. Hægt er að sjá nánar um mótið á vefnum [v+]http://www.fiba.com/spain2014 [v-]fiba.com/spain2014[slod-].