3 feb. 2014Í hádeginu var dregið í riðla fyrir undankeppni EuroBasket 2015 sem fram fer í sumar. Dregið var í 5 riðla með fjórum liðum og 2 riðla með þrem liðum. Ísland dróst í A-riðil sem er skipaður landsliðum Bosníu og Bretlandi. Það er því ljóst að landsliðið okkar mun halda út í víking í ágúst og svo taka á móti landsliðum þessara landa í Laugardalshöllinni. Leikdagar eru eftirfarandi 10. ágúst Ísland - Bretland 17. ágúst Bosnía-Hersgóvína - Ísland 20. ágúst Bretland - Ísland 27. ágúst Ísland - Bosnía-Hersgóvína Sigurvegarar hvers riðils fara beint áfram auk sex bestu liðanna í öðru sæti. Að öðru leiti fór drátturinn þannig: B-riðill Svartfjallaland Ísrael Búlgaría Holland C-riðill Þýskaland Póland Austurríki Lúxemborg D-riðill Belgía Makedónía Hvíta-Rússland Danmörk E-riðill Tékkland Georgía Portúgal Ungverjaland F-riðill Lettland Svíþjóð Slóvakía Rúmenía G-riðill Ítalía Rússland Sviss