1 feb. 2014Í dag kom í ljós hvaða þjóðir hlutu svokalla „Wild-Card“ frá FIBA sem gefur sæti á Heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í september. Þær þjóðir sem fengu kortið eru Brasilía, Tyrkland, Grikkland og Finnland. Körfuknattleikssamband Íslands fagnar því sérstaklega að vinir okkar í Finnlandi hafi hlotið miða á HM en þeir hafa staðið sig frábærlega undanfarin ár, og með skipulagi og góðu starfi, uppskorið ríkulega á síðustu stórmótum. Það er því á hreinu í hvaða styrkleikaflokk Ísland er þegar dregið verður í undankeppni Eurobasket 2015 í Barcelona á mánudaginn en Ísland verður í þriðja styrkleikaflokk og skiptir sigurinn á Rúmeníu í lokaleiknum síðasta haust öllu máli. 26 þjóðir verða í pottinum á mánudag og verður dregið í 7 riðla, í 5 riðlum verða 4 þjóðir og 3 þjóðir í 2 riðlum. Með Íslandi í þriðja styrkleikaflokki og því ekki mögulegir andstæðingar eru Búlgaría, Hvíta-Rússland, Sviss, Austurríki, Portúgal og Slóvakía. Í fyrsta styrkleikaflokki eru Ítalía, Lettland, Belgía, Bosnía, Þýskaland, Svartfjallaland og Tékkland. Í öðrum styrkleikaflokki eru Bretland, Makedónía, Ísrael, Rússland, Georgía, Svíþjóð og Pólland. Í þeim fjórða og neðsta eru Danmörk, Ungverjaland, Rúmenía, Holland og Lúxemborg. Það er því ljóst að við munum fá eitt lið úr hvorum styrkleikaflokki og hugsanlega eitt af því úr fjórða. Það er því ljóst að stórar körfuboltaþjóðir eru á leiðinni til Íslands í ágúst. Sigurvegarar riðlanna 7 ásamt 6 liðum með bestan árangur í öðru sæti komast svo í lokakeppnina í Úkraínu 2015. Drátturinn fer fram á mánudagin kl 12.00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á netinu.
FIBA: Búið að úthluta aukasætum á HM í haust
1 feb. 2014Í dag kom í ljós hvaða þjóðir hlutu svokalla „Wild-Card“ frá FIBA sem gefur sæti á Heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í september. Þær þjóðir sem fengu kortið eru Brasilía, Tyrkland, Grikkland og Finnland. Körfuknattleikssamband Íslands fagnar því sérstaklega að vinir okkar í Finnlandi hafi hlotið miða á HM en þeir hafa staðið sig frábærlega undanfarin ár, og með skipulagi og góðu starfi, uppskorið ríkulega á síðustu stórmótum. Það er því á hreinu í hvaða styrkleikaflokk Ísland er þegar dregið verður í undankeppni Eurobasket 2015 í Barcelona á mánudaginn en Ísland verður í þriðja styrkleikaflokk og skiptir sigurinn á Rúmeníu í lokaleiknum síðasta haust öllu máli. 26 þjóðir verða í pottinum á mánudag og verður dregið í 7 riðla, í 5 riðlum verða 4 þjóðir og 3 þjóðir í 2 riðlum. Með Íslandi í þriðja styrkleikaflokki og því ekki mögulegir andstæðingar eru Búlgaría, Hvíta-Rússland, Sviss, Austurríki, Portúgal og Slóvakía. Í fyrsta styrkleikaflokki eru Ítalía, Lettland, Belgía, Bosnía, Þýskaland, Svartfjallaland og Tékkland. Í öðrum styrkleikaflokki eru Bretland, Makedónía, Ísrael, Rússland, Georgía, Svíþjóð og Pólland. Í þeim fjórða og neðsta eru Danmörk, Ungverjaland, Rúmenía, Holland og Lúxemborg. Það er því ljóst að við munum fá eitt lið úr hvorum styrkleikaflokki og hugsanlega eitt af því úr fjórða. Það er því ljóst að stórar körfuboltaþjóðir eru á leiðinni til Íslands í ágúst. Sigurvegarar riðlanna 7 ásamt 6 liðum með bestan árangur í öðru sæti komast svo í lokakeppnina í Úkraínu 2015. Drátturinn fer fram á mánudagin kl 12.00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á netinu.