25 jan. 2014Þá er Stjörnuleikshátíðinni 2014 lokið en hún fór fram á Ásvöllum í dag í umsjón Kkd. Hauka. Frábær tilþrif sáust út um allan völl en margir lögðu leið sína í Hafnarfjörðinn. Í kvennaleiknum vann Domino´s liðið með aðeins einu stigi [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=88463&game_id=2874365#mbt:6-400$t&0=1[v-]86-85[slod-] og í karlaleiknum hafði Icelandair liðið betur [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=88465&game_id=2874367#mbt:6-400$t&0=1[v-]140-116[slod-]. Bestu menn leikjanna voru þau Chynna Brown úr Snæfelli og Junior Hairston. Travis Cohn úr Snæfelli kom sá og sigraði í troðslukeppninni og í 3-stiga keppninni stóðu Chynna Brown úr Snæfelli og Magnús Þór Gunnarsson úr Keflavík uppi sem sigurvegarar. Magnús Þór vann árið í röð. KKÍ vill þakka öllum þeim leikmönnum sem tóku þátt í dag og stóðu þeir sig allir vel. Einnig viljum við þakka Haukum fyrir flotta umgjörð og að hýsa hátíðina í ár og að lokum viljum við þakka öllum þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu í dag.