23 jan. 2014 Eftir hádegi verður dregið í 4-liða úrslit Powerade bikars karla og kvenna og því mikil spenna innan herbúða liðanna að sjá hverjir verða mótherjarnir í undanúrslitum bikarsins í ár. Dregið verður í húsakynnum Vífilfells að Stuðlahási 1 kl. 13.30. Liðin sem eru í pottinum hjá konunum eru Haukar, Keflavík, KR og Snæfell. Haukar, Keflavík og KR hafa orðið bikarmeistarar kvenna en Snæfell stefnir á sinn fyrsta titil í keppninni. Snæfell lék til úrslita í Höllinni árið 2012 Hjá körlunum eru það Grindavík, ÍR, Tindastóll og Þór Þorlákshöfn. Grindavík og ÍR hafa orðið bikarmeistarar áður en Tindsatóll og Þór Þ. stefna á sinn fyrsta titil. Tindstóll hefur leikið einu sinni til úrslita en það var árið 2012.
Poweradebikarinn: Spennan magnast · Dregið í dag
23 jan. 2014 Eftir hádegi verður dregið í 4-liða úrslit Powerade bikars karla og kvenna og því mikil spenna innan herbúða liðanna að sjá hverjir verða mótherjarnir í undanúrslitum bikarsins í ár. Dregið verður í húsakynnum Vífilfells að Stuðlahási 1 kl. 13.30. Liðin sem eru í pottinum hjá konunum eru Haukar, Keflavík, KR og Snæfell. Haukar, Keflavík og KR hafa orðið bikarmeistarar kvenna en Snæfell stefnir á sinn fyrsta titil í keppninni. Snæfell lék til úrslita í Höllinni árið 2012 Hjá körlunum eru það Grindavík, ÍR, Tindastóll og Þór Þorlákshöfn. Grindavík og ÍR hafa orðið bikarmeistarar áður en Tindsatóll og Þór Þ. stefna á sinn fyrsta titil. Tindstóll hefur leikið einu sinni til úrslita en það var árið 2012.