21 jan. 2014Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík, hefur verið boðaður í 3ja-stiga keppnina sem fram fer á laugardaginn á Ásvöllum í Schenkerhöll Hauka. Magnús Þór er ríkjandi 3ja-stiga meistari og ákveðið hefur verið að bjóða honum að verja titilinn í ár. Magnús Þór hefur verið frá vegna meiðsla en hann handarbrotnaði fyrir áramót og er að komast í gang að nýju. Það verður því fróðlegt að sjá hann keppa gegn átta bestu skyttum deildarinnar það sem af er þessu tímabili og sjá hvort hann taki titilinn tvö ár í röð.
Stjörnuleikir 2014: Meistarinn frá í fyrra verður með
21 jan. 2014Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík, hefur verið boðaður í 3ja-stiga keppnina sem fram fer á laugardaginn á Ásvöllum í Schenkerhöll Hauka. Magnús Þór er ríkjandi 3ja-stiga meistari og ákveðið hefur verið að bjóða honum að verja titilinn í ár. Magnús Þór hefur verið frá vegna meiðsla en hann handarbrotnaði fyrir áramót og er að komast í gang að nýju. Það verður því fróðlegt að sjá hann keppa gegn átta bestu skyttum deildarinnar það sem af er þessu tímabili og sjá hvort hann taki titilinn tvö ár í röð.