15 jan. 2014FIBA og FIBA Europe hafa boðað til fundar þann 3. febrúar næstkomandi en þá verður mikið um að vera á Spáni í alþjóðlegum körfubolta. Þá verður bæði dregið í riðla fyrir 2. umferð undankeppni EuroBasket 2015 sem leikin verður á komandi sumari og einnig í riðla á sjálfu heimsmeistaramótinu sem fram fer í haust á Spáni. Á sama tíma verður tilkynnt hvaða lönd komast inn á sem "Wild-Card" lið en þrjár evrópuþjóðir eiga þess kost. Það verður því spennandi að sjá hvaða mótherja íslenska karlalandsliðið fær næsta sumar í ágúst á undankeppni EM og hvaða lið leika saman á Spáni í haust en ljóst er að sannkölluð körfuboltaveisla er framundan á árinu.
Körfuboltaveisla í sumar og haust
15 jan. 2014FIBA og FIBA Europe hafa boðað til fundar þann 3. febrúar næstkomandi en þá verður mikið um að vera á Spáni í alþjóðlegum körfubolta. Þá verður bæði dregið í riðla fyrir 2. umferð undankeppni EuroBasket 2015 sem leikin verður á komandi sumari og einnig í riðla á sjálfu heimsmeistaramótinu sem fram fer í haust á Spáni. Á sama tíma verður tilkynnt hvaða lönd komast inn á sem "Wild-Card" lið en þrjár evrópuþjóðir eiga þess kost. Það verður því spennandi að sjá hvaða mótherja íslenska karlalandsliðið fær næsta sumar í ágúst á undankeppni EM og hvaða lið leika saman á Spáni í haust en ljóst er að sannkölluð körfuboltaveisla er framundan á árinu.