29 des. 2013Kjör Íþróttamanns ársins kosið af félagsmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna var kunngert í gær. Tveir körfuknattleiksmenn komust á blað þetta árið, Jón Arnór Stefánsson varð fjórði með 206 stig og Helena Sverrisdóttir sautjánda með 7 stig. Þetta er í 8. sinn sem Jón Arnór er á lista yfir 10 efstu í kjörinu og jafnar hann þar með með árangur Þorsteins Hallgrímssonar frá því á sjöunda áratugnum. Þetta er hins vegar í 13. sinn sem Jón Arnór kemst á blað íþróttafréttamanna. Þetta var í 8. sinn sem Helena kemst á blað. Hægt er að rýna betur í afrek körfuknattleiksfólks í kjörinu.[v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=371[v-]hérna[slod-].