19 nóv. 2013Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir nokkur mál í dag á fundi sínum. "Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 4/2013-2014. Með vísan til ákvæðis c. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hugi Hólm Guðbjörnsson, KR, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar eftir leik Fjölnis og KR í Íslandsmóti - drengjaflokki, sem fram fór þann 9. nóvember 2013" "Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 5/2013-2014. Með vísan til ákvæðis b. liðar 13. gr., sbr. 4. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jóhannes A. Kristbjörnsson, þjálfari Njarðvíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Íslandsmóti - drengjaflokki, sem fram fór þann 12. nóvember 2013" "Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 6/2013-2014. Með vísan til ákvæðis a. liðar 13. gr., sbr. 4. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sveinbjörn Claessen, ÍR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Snæfells í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 14. nóvember 2013"