19 nóv. 2013Stjórn FIBA Europe samþykkti á fundi nú á laugardaginn að breyta keppnisfyrirkomulagi úrslita EuroBasket eða Evrópukeppninnar frá og með árinu 2017. Næsta mót verður áfram með sama sniði og hefur verið eftir tæp tvö ár eða 2015 í Úkraínu að hluta til þar sem skipulagning er langt á veg komin miðað við núverandi form keppninnar. Breytingin sem farið verður í er sú að eftir riðlakeppni í fyrsta hluta mótsins verður farið beint í útsláttarfyrirkomulag í úrslitum en ekki í tvo milliriðla líkt og er í dag. Á fundinum, sem var haldin hjá spænska körfuknattleikssambandinu í Madrid, var ákveðið einnig að framlengja starfssamning Kamil Novak sem framkvæmdarstjóra FIBA Europe til 2016. Einnig var ákveðið að gera Ólaf heitinn Rafnsson að heiðursfélaga FIBA Europe. Miguel Cardenal Carro, íþróttamálaráðherra Spánar sótti fundinn og ávarpaði. Hann minntist sérstaklega á Ólaf Rafnsson og vottaði FIBA Europe og fjölskyldu hans samúð sína. Einnig var tilkynnt hvaða lönd hýsa Evrópumót yngri landsliða í ár. Hægt er að sjá nánar um úthlutunina [v+]http://www.fibaeurope.com/coid_5OJdZMr2I1ghtFxIqr,rE0.articleMode_on.html [v-]hérna[slod-].
Breyting á fyrirkomulagi EuroBasket · Ólafur Rafnsson heiðursfélagi FIBA Europe
19 nóv. 2013Stjórn FIBA Europe samþykkti á fundi nú á laugardaginn að breyta keppnisfyrirkomulagi úrslita EuroBasket eða Evrópukeppninnar frá og með árinu 2017. Næsta mót verður áfram með sama sniði og hefur verið eftir tæp tvö ár eða 2015 í Úkraínu að hluta til þar sem skipulagning er langt á veg komin miðað við núverandi form keppninnar. Breytingin sem farið verður í er sú að eftir riðlakeppni í fyrsta hluta mótsins verður farið beint í útsláttarfyrirkomulag í úrslitum en ekki í tvo milliriðla líkt og er í dag. Á fundinum, sem var haldin hjá spænska körfuknattleikssambandinu í Madrid, var ákveðið einnig að framlengja starfssamning Kamil Novak sem framkvæmdarstjóra FIBA Europe til 2016. Einnig var ákveðið að gera Ólaf heitinn Rafnsson að heiðursfélaga FIBA Europe. Miguel Cardenal Carro, íþróttamálaráðherra Spánar sótti fundinn og ávarpaði. Hann minntist sérstaklega á Ólaf Rafnsson og vottaði FIBA Europe og fjölskyldu hans samúð sína. Einnig var tilkynnt hvaða lönd hýsa Evrópumót yngri landsliða í ár. Hægt er að sjá nánar um úthlutunina [v+]http://www.fibaeurope.com/coid_5OJdZMr2I1ghtFxIqr,rE0.articleMode_on.html [v-]hérna[slod-].