12 nóv. 2013FIBA Europe dómarinn Sigmundur Már Herbertsson og eftirlitsmaðurinn Pétur Hrafn Sigurðsson eru í dag og á morgun í eldlínunni í sitt hvoru verkefninu. Pétur Hrafn er eftirlitsmaður í kvöld í Risskov í Danmörku þegar Bakken Bears mæta Kataja Basket frá Joensuu Finnlandi í Eurochallenge keppni karla. Dómarar leiksins eru frá Litháen, Austurríki og Noregi. Á morgun dæmir svo Sigmundur Már Herbertsson leik í Euroleague kvenna á Spáni þegar Rivas Ecopolis mætir lið Nadezhda Orenburg frá Rússlandi. Meðdómarar Sigmundar í leiknum eru frá Makedóníu og Andorra. Hægt er að lesa nánar um þessa leiki og aðra leiki í keppninni á vef [v+]http://www.fibaeurope.com/default.asp [v-]FIBA Europe[slod-].
Sigmundur og Pétur Hrafn að störfum hjá FIBA Europe
12 nóv. 2013FIBA Europe dómarinn Sigmundur Már Herbertsson og eftirlitsmaðurinn Pétur Hrafn Sigurðsson eru í dag og á morgun í eldlínunni í sitt hvoru verkefninu. Pétur Hrafn er eftirlitsmaður í kvöld í Risskov í Danmörku þegar Bakken Bears mæta Kataja Basket frá Joensuu Finnlandi í Eurochallenge keppni karla. Dómarar leiksins eru frá Litháen, Austurríki og Noregi. Á morgun dæmir svo Sigmundur Már Herbertsson leik í Euroleague kvenna á Spáni þegar Rivas Ecopolis mætir lið Nadezhda Orenburg frá Rússlandi. Meðdómarar Sigmundar í leiknum eru frá Makedóníu og Andorra. Hægt er að lesa nánar um þessa leiki og aðra leiki í keppninni á vef [v+]http://www.fibaeurope.com/default.asp [v-]FIBA Europe[slod-].