30 sep. 2013 Nú þegar EuroBasket 2013 er lokið auk hinna álfukeppnanna fjögurra í Asíu, Afríku, Suður-ameríku og Eyjaálfu er ljóst hvaða 20 lið hafa tryggt sér þátttökurétt á HM 2014 sem fram fer á Spáni í lok næsta sumars. Liðin 20 sem hafa nú þegar trygg sér sæti eru: 1 Gestgjafi: Spánn 1 Ólympíumeistarar: USA 3 lið frá Afríku: Angóla, Egyptaland og Senegal? 4 lið frá Suður-Ameríku: Mexíkó, Púerto Ríkó, Argentína og Dóminíska lýðveldið.? 3 lið frá Asíu: Íran, Filippseyjar og Suður-Kórea 6 lið frá Evrópu: Frakkland, Litháen, Króatía, Slóvenía, Úkraína og Serbía? 2 lið frá Eyjaálfu: Ástralía og Nýja Sjáland Ennþá eru þó 4 laus sæti eða „Wild-Cards" sem FIBA á eftir að úthluta. Úthlutun mun endanlega fara fram 1.-2. febrúar 2014. Dregið verður svo í riðla 3. febrúar. Þessi sæti fást ekki ókeypis en til að leggja inn umsókn þarf að reiða fram um €500.000. Þó að sú fjárhæð sé afgreidd þýðir það ekki öruggt sæti á HM. Sem dæmi greiddu 14 þjóðir þessa upphæð fyrir HM 2010. Þeir þættir sem valnefnd mun skoða eru eftirfarandi: Íþróttalegir og markaðstengdir þættir: - Vinsældir körfubolta í landinu - Gæði og árangur landsliðs á alþjóðavettvangi - Umsóknir til að halda FIBA viðburði og mót undanfarin ár - Áhrif þess fyrir íþróttina að landslið viðkomandi lands komist á HM. - Staðfesting á þátttöku bestu leikmanna landsliðsins Efnahagslegir þættir: - Áhugi sjónvarspstöðva á innlendum og alþjóðlegum körfubolta - Mikilvægi viðkomandi markaðssvæðis hjá styrktaraðilum FIBA - Mikilvægi viðkomandi lands hjá skipuleggjendum HM Stjórnsýslulegir þættir: - Framfylgni á lögum og reglum FIBA - Gæði á vinnu sérsambandsins - Stuðningur ríkisstjórnarinnar við sérsambandið - Þátttaka í alþjóðastarfi FIBA t.d í mótum, nefndum og ráðum og dómarastörfum Meðal þjóða sem talið er að séu líkleg eru Brasilía, Rússland, Kína, Kanada, og svo einnig Tyrkland, Grikkland og Ítalía. Eina reglan varðandi kvótan er svo að mest má veita þrem evrópuþjóðum sæti af þessum fjórum. Um HM 2014 Leikið verður á Spáni 2014 dagana 30. ágúst - 4. september í Bilbao, Sevilla, Granada og Las Palmas, Kanaríeyjum. Úrslit fara fram í Barcelona og Madrid. [v+]http://www.fiba.com/spain2014 [v-]fiba.com/spain2014[slod-].
HM á Spáni 2014
30 sep. 2013 Nú þegar EuroBasket 2013 er lokið auk hinna álfukeppnanna fjögurra í Asíu, Afríku, Suður-ameríku og Eyjaálfu er ljóst hvaða 20 lið hafa tryggt sér þátttökurétt á HM 2014 sem fram fer á Spáni í lok næsta sumars. Liðin 20 sem hafa nú þegar trygg sér sæti eru: 1 Gestgjafi: Spánn 1 Ólympíumeistarar: USA 3 lið frá Afríku: Angóla, Egyptaland og Senegal? 4 lið frá Suður-Ameríku: Mexíkó, Púerto Ríkó, Argentína og Dóminíska lýðveldið.? 3 lið frá Asíu: Íran, Filippseyjar og Suður-Kórea 6 lið frá Evrópu: Frakkland, Litháen, Króatía, Slóvenía, Úkraína og Serbía? 2 lið frá Eyjaálfu: Ástralía og Nýja Sjáland Ennþá eru þó 4 laus sæti eða „Wild-Cards" sem FIBA á eftir að úthluta. Úthlutun mun endanlega fara fram 1.-2. febrúar 2014. Dregið verður svo í riðla 3. febrúar. Þessi sæti fást ekki ókeypis en til að leggja inn umsókn þarf að reiða fram um €500.000. Þó að sú fjárhæð sé afgreidd þýðir það ekki öruggt sæti á HM. Sem dæmi greiddu 14 þjóðir þessa upphæð fyrir HM 2010. Þeir þættir sem valnefnd mun skoða eru eftirfarandi: Íþróttalegir og markaðstengdir þættir: - Vinsældir körfubolta í landinu - Gæði og árangur landsliðs á alþjóðavettvangi - Umsóknir til að halda FIBA viðburði og mót undanfarin ár - Áhrif þess fyrir íþróttina að landslið viðkomandi lands komist á HM. - Staðfesting á þátttöku bestu leikmanna landsliðsins Efnahagslegir þættir: - Áhugi sjónvarspstöðva á innlendum og alþjóðlegum körfubolta - Mikilvægi viðkomandi markaðssvæðis hjá styrktaraðilum FIBA - Mikilvægi viðkomandi lands hjá skipuleggjendum HM Stjórnsýslulegir þættir: - Framfylgni á lögum og reglum FIBA - Gæði á vinnu sérsambandsins - Stuðningur ríkisstjórnarinnar við sérsambandið - Þátttaka í alþjóðastarfi FIBA t.d í mótum, nefndum og ráðum og dómarastörfum Meðal þjóða sem talið er að séu líkleg eru Brasilía, Rússland, Kína, Kanada, og svo einnig Tyrkland, Grikkland og Ítalía. Eina reglan varðandi kvótan er svo að mest má veita þrem evrópuþjóðum sæti af þessum fjórum. Um HM 2014 Leikið verður á Spáni 2014 dagana 30. ágúst - 4. september í Bilbao, Sevilla, Granada og Las Palmas, Kanaríeyjum. Úrslit fara fram í Barcelona og Madrid. [v+]http://www.fiba.com/spain2014 [v-]fiba.com/spain2014[slod-].