23 sep. 2013 Frakkar eru Evrópumeistarar karla í körfubolta 2013 eftir sigur á Litháen í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitil Frakka en þeir töpuðu úrslitaleiknum í Litháen 2011. Þá léku þeir gegn Spánverjum, en Frakkar mættu þeim nú í undanúrslitum þar sem þeir höfðu sigur í framlengdum leik og komu fram hefndum. Spánverjar hlutu síðan bronsið eftir sigur á Króötum. Tony Parker var réttilega valinn MVP mótsins en hann var frábær á mótinu og leiddi sitt lið til sigurs. Hann hafði eins og áður segir hlotið silfur 2011 og einnig brons 2005 en nú var komð að gullinu 2013. Ásamt Tony í úrvalsliðið var valinn Goran Dragic, í liði heimamanna Slóvena sem höfnuðu í fimmta sæti á mótinu. Hann var fjórði stigahæsti leikmaðurinn að meðaltali á mótinu með 15.8 stig að meðaltali. Bojan Bogdanovic, Króatíu var valinn í framherja stöðuna (17.4 stig að meðaltali) en hann átti stóran þátt í góðu gengi Króata. Linaz Kleiza Litháen og Marc Gasol voru einnig valdir í úrvalsliðið. Marc Gasol leiddi sitt liði í stigum og fráköstum á mótinu og Kleiza var valinn besti framherjinn á mótinu af fjölmiðlum. Hér má svo sjá smá sýnishorn frá þessum leikmönnum af mótinu Þá er ljóst hvaða lið fara á heimsmeistarmótið 2014 sem verður haldið á Spáni en 6 lið tryggðu sér þátttöku sem fulltrúar Evrópu á mótinu, en enn á eftir að gefa 4 "Wildcard" sæti og því gætu evrópsk lið bæst í hópinn. Sex efstu liðin urðu Frakkland, Litháen, Spánn, Króatía, Slóvenía og Úkraína.
Frakkar Evrópumeistarar 2013
23 sep. 2013 Frakkar eru Evrópumeistarar karla í körfubolta 2013 eftir sigur á Litháen í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitil Frakka en þeir töpuðu úrslitaleiknum í Litháen 2011. Þá léku þeir gegn Spánverjum, en Frakkar mættu þeim nú í undanúrslitum þar sem þeir höfðu sigur í framlengdum leik og komu fram hefndum. Spánverjar hlutu síðan bronsið eftir sigur á Króötum. Tony Parker var réttilega valinn MVP mótsins en hann var frábær á mótinu og leiddi sitt lið til sigurs. Hann hafði eins og áður segir hlotið silfur 2011 og einnig brons 2005 en nú var komð að gullinu 2013. Ásamt Tony í úrvalsliðið var valinn Goran Dragic, í liði heimamanna Slóvena sem höfnuðu í fimmta sæti á mótinu. Hann var fjórði stigahæsti leikmaðurinn að meðaltali á mótinu með 15.8 stig að meðaltali. Bojan Bogdanovic, Króatíu var valinn í framherja stöðuna (17.4 stig að meðaltali) en hann átti stóran þátt í góðu gengi Króata. Linaz Kleiza Litháen og Marc Gasol voru einnig valdir í úrvalsliðið. Marc Gasol leiddi sitt liði í stigum og fráköstum á mótinu og Kleiza var valinn besti framherjinn á mótinu af fjölmiðlum. Hér má svo sjá smá sýnishorn frá þessum leikmönnum af mótinu Þá er ljóst hvaða lið fara á heimsmeistarmótið 2014 sem verður haldið á Spáni en 6 lið tryggðu sér þátttöku sem fulltrúar Evrópu á mótinu, en enn á eftir að gefa 4 "Wildcard" sæti og því gætu evrópsk lið bæst í hópinn. Sex efstu liðin urðu Frakkland, Litháen, Spánn, Króatía, Slóvenía og Úkraína.