12 sep. 2013Eins og fram kom í tilkynningu síðustu viku sem er hægt að sjá [v+]http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=8101[v-]hér[slod-] átti eftir að ræða og ákveða sektarupphæð ef lið notar ólöglega leikmenn. Stjórn KKÍ hefur ákveðið að sekt fyrir að nota ólöglega leikmenn verður: Eftirfarandi texti bætist við reglugerð um körfuknattleiksmót grein 8: „Ef notaður er ólöglegur leikmaður í tveimur efstu deildum karla og kvenna, bikarkeppnum meistaraflokka og meistarakeppni á vegum KKÍ er sektin 250.000 kr.“ Sektarákvæði taka gildi frá og með deginum í dag fimmtudeginum 12. september 2013 og reglugerð um körfuknattleiksmót þegar uppfærð. Stjórn KKÍ er enn að ræða sektarupphæðir fyrir aðra flokka og deildir meistaraflokka.