11 sep. 2013Í dag er komið að fyrstu þrem leikjunum í E-milliriðli á EuroBasket í Slóveníu. A og B riðlar sameinast í E-riðil. Liðin taka með sér stig úr riðlakeppninni gegn þeim liðum sem fylgja þeim áfram og leika gegn hinum þremur sem koma úr hinum riðlinum. Lettland og Úkraína mætast kl. 12.30 að íslenskum tíma í fyrsta leik dagsins. Lettar komu gríðarlega á óvart með því að komast áfram í keppninni. Þeir komust á mótið með því að vera eitt af fjórum bestu 3. sætunum í undankeppninni fyrir 2 árum og unnu þrjá leiki í riðlakeppninni núna. Úkraína unnu fjóra leiki sem var einnig nokkuð óvænt. Bæði lið náðu þar með öðru sæti í sínum riðli. Belgía og Serbía mætast kl. 15.45. Belgar stóðu sig vel með því að komast áfram en Serbar verða þeim erfiðir í dag. Stórleikur dagsins er svo leikur Litháens og Frakklands kl. 19.00 í kvöld. Frakkar unnu fjóra leiki og Litháen þrjá í riðlakeppninni. Litháen er með 3 stig í riðlinum en Frakkar 4 og geta Litaháar jafnað franska liðið að stigum með sigri. Eitt stig er gefið fyrir hvern leik og annað fyrir sigur.
EuroBasket 2013: Milliriðill E byrjar í dag
11 sep. 2013Í dag er komið að fyrstu þrem leikjunum í E-milliriðli á EuroBasket í Slóveníu. A og B riðlar sameinast í E-riðil. Liðin taka með sér stig úr riðlakeppninni gegn þeim liðum sem fylgja þeim áfram og leika gegn hinum þremur sem koma úr hinum riðlinum. Lettland og Úkraína mætast kl. 12.30 að íslenskum tíma í fyrsta leik dagsins. Lettar komu gríðarlega á óvart með því að komast áfram í keppninni. Þeir komust á mótið með því að vera eitt af fjórum bestu 3. sætunum í undankeppninni fyrir 2 árum og unnu þrjá leiki í riðlakeppninni núna. Úkraína unnu fjóra leiki sem var einnig nokkuð óvænt. Bæði lið náðu þar með öðru sæti í sínum riðli. Belgía og Serbía mætast kl. 15.45. Belgar stóðu sig vel með því að komast áfram en Serbar verða þeim erfiðir í dag. Stórleikur dagsins er svo leikur Litháens og Frakklands kl. 19.00 í kvöld. Frakkar unnu fjóra leiki og Litháen þrjá í riðlakeppninni. Litháen er með 3 stig í riðlinum en Frakkar 4 og geta Litaháar jafnað franska liðið að stigum með sigri. Eitt stig er gefið fyrir hvern leik og annað fyrir sigur.