10 sep. 2013Nú er ljóst hvaða 12 lið eru komnin áfram í milliriðili á EM í Slóveníu. Mikil samkeppni var í lokaumferðinni og ekki ljóst fyrr en á síðustu stundu hvaða lið komust áfram. Meðal liða sem komust ekki áfram voru lið sem eru íslenska landsliðinu kunn, Ísrael og Svartfjallaland, sem bæði léku með okkur í A-riðli undankeppninnar í fyrrasumar. Makedónía, sem hafnaði í 4. sæti 2011 í Litháen, komst ekki áfram og sömu sögu er að segja af Rússum (3. sæti 2011) og Tyrklandi. Úr A og B riðlum fóru eftirfarandi lið áfram: Frakkland · 4 stig Serbía · 4 stig Litháen · 3 stig Úkraína · 3 stig Lettland · 2 stig Belgía · 2 stig Úr C og D riðlum fóru eftirfarandi 6 lið áfram: Ítalía · 4 stig Spánn · 3 stig Slóvenía · 3 stig Finnland · 3 stig Króatía · 3 stig Grikkland · 2 stig Liðin leika 3 leiki hvert (gegn þeim liðum sem þau voru ekki með í riðli og 4 efstu úr hvorum riðli fara í 8-liða úrslit þar sem leikið er með útsláttar fyrirkomulagi. Keppni í milliriðlum hefjast á morgun miðvikudag en 8-liða úrslitin hefjast á miðvikudaginn 18. september eftir viku og úrslitin eru á sunnudaginn 22. september.
Milliriðlarnir á EuroBasket 2013 klárir
10 sep. 2013Nú er ljóst hvaða 12 lið eru komnin áfram í milliriðili á EM í Slóveníu. Mikil samkeppni var í lokaumferðinni og ekki ljóst fyrr en á síðustu stundu hvaða lið komust áfram. Meðal liða sem komust ekki áfram voru lið sem eru íslenska landsliðinu kunn, Ísrael og Svartfjallaland, sem bæði léku með okkur í A-riðli undankeppninnar í fyrrasumar. Makedónía, sem hafnaði í 4. sæti 2011 í Litháen, komst ekki áfram og sömu sögu er að segja af Rússum (3. sæti 2011) og Tyrklandi. Úr A og B riðlum fóru eftirfarandi lið áfram: Frakkland · 4 stig Serbía · 4 stig Litháen · 3 stig Úkraína · 3 stig Lettland · 2 stig Belgía · 2 stig Úr C og D riðlum fóru eftirfarandi 6 lið áfram: Ítalía · 4 stig Spánn · 3 stig Slóvenía · 3 stig Finnland · 3 stig Króatía · 3 stig Grikkland · 2 stig Liðin leika 3 leiki hvert (gegn þeim liðum sem þau voru ekki með í riðli og 4 efstu úr hvorum riðli fara í 8-liða úrslit þar sem leikið er með útsláttar fyrirkomulagi. Keppni í milliriðlum hefjast á morgun miðvikudag en 8-liða úrslitin hefjast á miðvikudaginn 18. september eftir viku og úrslitin eru á sunnudaginn 22. september.