3 sep. 2013Við úrvinnslu þinggagna að loknu körfuknattleiksþingi í vor urðu því miður þau mistök að það gleymdist að uppfæra reglugerð er tekur á því er ólöglegur leikmaður spilar leik. Á stjórnarfundi KKÍ í gær mánudaginn 2. september var málið tekið fyrir og er því búið að uppfæra regluglerðina sem tekur á þessu. Á þinginu var einnig óskað eftir því að stjórn sambandsins myndi sekta félög sem nota ólölega leikmenn. Stjórnin er enn að vinna að þessari ósk og mun því tilkynna síðar í mánuðinum hver sektarupphæðin verður. Það sem er dökklitað og undirstrikað er nýtt inn í reglugerð og tekur gildi í dag þriðjudaginn 3. september samkvæmt ákvörðun stjórnarfundar í gær. Reglugerð um körfuknattleiksmót: 8.grein Allir iðkendur félaga innan KKÍ skulu vera skráðir í félagakerfi ÍSÍ. ....... Komi í ljós að leikmaður er ólöglegur, ber félag hans ábyrgð á því. Lið sem teflir fram ólöglegum leilkmanni tapar leiknum. Hafi það verið lægra að stigum skulu úrslit standa óbreytt. Sé það hins vegar hærra að stigum skulu úrslit skráð tuttugu - núll (20-0), andstæðingum í vil. [v+]http://www.kki.is/reglugerdir.asp?reglugerd=1[v-]Hér[slod-] er hlekkur á reglugerðina eins og hún er eftir breytingu.
Ólöglegir leikmenn – breyting á reglugerð um körfuknattleiksmót
3 sep. 2013Við úrvinnslu þinggagna að loknu körfuknattleiksþingi í vor urðu því miður þau mistök að það gleymdist að uppfæra reglugerð er tekur á því er ólöglegur leikmaður spilar leik. Á stjórnarfundi KKÍ í gær mánudaginn 2. september var málið tekið fyrir og er því búið að uppfæra regluglerðina sem tekur á þessu. Á þinginu var einnig óskað eftir því að stjórn sambandsins myndi sekta félög sem nota ólölega leikmenn. Stjórnin er enn að vinna að þessari ósk og mun því tilkynna síðar í mánuðinum hver sektarupphæðin verður. Það sem er dökklitað og undirstrikað er nýtt inn í reglugerð og tekur gildi í dag þriðjudaginn 3. september samkvæmt ákvörðun stjórnarfundar í gær. Reglugerð um körfuknattleiksmót: 8.grein Allir iðkendur félaga innan KKÍ skulu vera skráðir í félagakerfi ÍSÍ. ....... Komi í ljós að leikmaður er ólöglegur, ber félag hans ábyrgð á því. Lið sem teflir fram ólöglegum leilkmanni tapar leiknum. Hafi það verið lægra að stigum skulu úrslit standa óbreytt. Sé það hins vegar hærra að stigum skulu úrslit skráð tuttugu - núll (20-0), andstæðingum í vil. [v+]http://www.kki.is/reglugerdir.asp?reglugerd=1[v-]Hér[slod-] er hlekkur á reglugerðina eins og hún er eftir breytingu.