15 ágú. 2013Í hálfleik á leik Íslands og Búlgaríu á þriðjudaginn s.l. voru verðlaun afhent til sigurvegara Draumaliðsleiks Domino´s deildar karla og kvennna fyrir síðasta vetur. Það eru kunnar kempur sem sópuðu að sér verðlaununum en í Domino´s deild kvenna stóð Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór Þ. í Domino´s deild karla, uppi sem sigurvegari. En svo skemmtilega vildi til að hann var einnig í öðru sæti. Í Domino´s deild karla var það leikjahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi, Marel Guðlaugsson, sem stjórnaði sínu liði til sigurs. En eins og Benedikt þá var Marel einnig í öðru sæti. Verðlaunin í keppninni eru glæsileg og fengu þeir báðir Ipad frá Epli í verðlaun ásamt gjafabréf frá Domino´s og aðgangskort á alla leiki í Domino´s deildunum 2013-14. Hér má lesa allt um [v+]http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=7635[v-]Draumaliðsleikinn[slod-]. Verðlaun: 1. sæti í báðum deildum iPad 3, 16GB – Wifi Gjafabréf frá Domino´s Gjafakort á alla leiki í Domino´s deildunum 2013-2014 2. sæti í báðum deildum PEAK körfuboltaskór Landsliðsbúningurinn Gjafabréf frá Domino´s Gjafakort á alla leiki í Domino´s deildunum 2013-2014 3. sæti í báðum deildum Landsliðsbúningurinn Gjafabréf frá Domino´s Gjafakort á alla leiki í Domino´s deildunum 2013-2014 Lokastaða: Domino´s deild kvenna: 1. Benedikt Guðmundsson 2. Benedikt Guðmundsson 3. Aleksov Kolosov Domino´s deild karla: 1. Marel Guðlaugsson 2. Marel Guðlaugsson 3. Ívar Guðlaugsson