4 ágú. 2013 Ísland tapaði í kvöld gegn sterku liði Búlgaríu í fyrsta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2015 í Varna, Búlgaríu. Eftir jafnræði á fyrstu mínútum leiksins í stöðunni 10-10 tóku Búlgarar völdin og staðan eftir fyrsta leikhluta var 23-13. Strákarnir okkar áttu ekki sinn besta dag, voru ekki að hitta vel, og Búlgaría tók mikið að fráköstum bæði í sókn og vörn, sem gáfu þeim á endanum 20 stig eftir sóknarfráköst í sókninni. Peter Öqvist sagði eftir leikinn að frákasta baráttan hefði verið dýrkeypt en Búlgaría tók 56 fráköst gegn okkar 22. Haukur Helgi lenti snemma í villuvandræðum í leiknum og aö auki nýttu andstæðingarnir sínar sóknir vel og hittu mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna, og voru með um 50% nýtingu í hálfleik. Stigahæstir í íslenska liðinu voru Jakob Örn Sigurðarson með 19 stig, Jón Arnór Stefánsson 13 stig og Hlynur Bæringsson 11 stig. Næsti leikur verður á miðvikudaginn í Rúmeníu og íslenska liðið er staðráðið í að bæta upp fyrir slæman leik í kvöld og ná í sigur. Sjá nánar á [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_KNce8jInH7Qj1EsyH5rjn2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2015.gameID_9490-A-2-2.html [v-]FIBA Europe (tölfræði, umfjöllun og viðtöl) [slod-] Myndir úr leiknum má sjá á [v+]https://www.facebook.com/kki.islands [v-]Facebook-síðu KKÍ[slod-].
EM 2015: Búlgaría sigraði Ísland í kvöld
4 ágú. 2013 Ísland tapaði í kvöld gegn sterku liði Búlgaríu í fyrsta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2015 í Varna, Búlgaríu. Eftir jafnræði á fyrstu mínútum leiksins í stöðunni 10-10 tóku Búlgarar völdin og staðan eftir fyrsta leikhluta var 23-13. Strákarnir okkar áttu ekki sinn besta dag, voru ekki að hitta vel, og Búlgaría tók mikið að fráköstum bæði í sókn og vörn, sem gáfu þeim á endanum 20 stig eftir sóknarfráköst í sókninni. Peter Öqvist sagði eftir leikinn að frákasta baráttan hefði verið dýrkeypt en Búlgaría tók 56 fráköst gegn okkar 22. Haukur Helgi lenti snemma í villuvandræðum í leiknum og aö auki nýttu andstæðingarnir sínar sóknir vel og hittu mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna, og voru með um 50% nýtingu í hálfleik. Stigahæstir í íslenska liðinu voru Jakob Örn Sigurðarson með 19 stig, Jón Arnór Stefánsson 13 stig og Hlynur Bæringsson 11 stig. Næsti leikur verður á miðvikudaginn í Rúmeníu og íslenska liðið er staðráðið í að bæta upp fyrir slæman leik í kvöld og ná í sigur. Sjá nánar á [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_KNce8jInH7Qj1EsyH5rjn2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2015.gameID_9490-A-2-2.html [v-]FIBA Europe (tölfræði, umfjöllun og viðtöl) [slod-] Myndir úr leiknum má sjá á [v+]https://www.facebook.com/kki.islands [v-]Facebook-síðu KKÍ[slod-].