27 júl. 2013Lokahnykkurinn í Ísland-Danmörk var í dag þegar þjóðirnar mættust í U22 í Ásgarði. Fyrri leikurinn endaði með stórsigri Dana og því þurftu okkar drengir að sýna sparihliðarnar til að ná sigri. Það leit ekki vel út í byrjun en Danirnir leiddu með 25 stigum í hálfleik 34-59. En í þeim seinni fór Ísland að minnka muninn og pressu- og svæðisvörnin fór að skila nokkrum auðveldum körfum ásamt því að skotin fóru að detta fyrir Ísland. Lokamínúturnar voru æsispennandi og Ísland sem hafði verið undir allan leikinn komst yfir 74-72 og leiddu svo 80-74 þegar skammt var til leiksloka. Martin Hermannsson jafnaði leikinn 83-83 með vítaskoti þegar 12 sekúndur voru eftir. Danirnir lögðu af stað í sókn og náðu þremur skotum og það síðast fór ofaní um leið og flautan gall og sigurinn danskur í dag. Því miður dugði ekki þessi magnaða endurkoma til að ná fram sigri. Stigahæstur hjá Íslandi var Martin Hermannsson með 20 stig og Elvar Már Friðriksson setti 14 stig og Kristófer Acox var með tvennu 12 stig og 11 fráköst. [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=87261&game_id=2737251#mbt:6-400$t&0=1[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Myndir úr leikjum Íslands á Facebook síðu [v+]https://www.facebook.com/media/set/?set=a.465681096861394.1073741849.337987076297464&type=3[v-]KKÍ[slod-].
U22: Mögnuð endurkoma
27 júl. 2013Lokahnykkurinn í Ísland-Danmörk var í dag þegar þjóðirnar mættust í U22 í Ásgarði. Fyrri leikurinn endaði með stórsigri Dana og því þurftu okkar drengir að sýna sparihliðarnar til að ná sigri. Það leit ekki vel út í byrjun en Danirnir leiddu með 25 stigum í hálfleik 34-59. En í þeim seinni fór Ísland að minnka muninn og pressu- og svæðisvörnin fór að skila nokkrum auðveldum körfum ásamt því að skotin fóru að detta fyrir Ísland. Lokamínúturnar voru æsispennandi og Ísland sem hafði verið undir allan leikinn komst yfir 74-72 og leiddu svo 80-74 þegar skammt var til leiksloka. Martin Hermannsson jafnaði leikinn 83-83 með vítaskoti þegar 12 sekúndur voru eftir. Danirnir lögðu af stað í sókn og náðu þremur skotum og það síðast fór ofaní um leið og flautan gall og sigurinn danskur í dag. Því miður dugði ekki þessi magnaða endurkoma til að ná fram sigri. Stigahæstur hjá Íslandi var Martin Hermannsson með 20 stig og Elvar Már Friðriksson setti 14 stig og Kristófer Acox var með tvennu 12 stig og 11 fráköst. [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=87261&game_id=2737251#mbt:6-400$t&0=1[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Myndir úr leikjum Íslands á Facebook síðu [v+]https://www.facebook.com/media/set/?set=a.465681096861394.1073741849.337987076297464&type=3[v-]KKÍ[slod-].