25 júl. 2013Fyrsti landsleikurr Íslands í U22 karla fór fram í dag í Ásgarði þegar Danir heimsóttu okkur. Íslensku strákarnir voru full gestrisnir á köflum og eftirlétu þeim dönsku sviðið á löngum köflum. Danir leiddu eftir alla leikhluta og unnu að lokum 69-83 sigur. Í upphafi fjórða leikhluta náðu strákarnir að gera leikinn spennandi þegar þeir minnkuðu muninn í níu stig þegar sex mínútur voru eftir en Danir leiddu um tíma með 25 stigum. En íslenska liðið náði ekki að snúa leiknum sér í hag og Danir fóru með sigur af hólmi. Stigahæstur hjá Íslandi var Kristófer Acox með 20 stig en 10 þeirra komu í lokaleikhlutanum. Kristófer tók einnig 11 fráköst. Næsti leikur þessa liða er á laugardag í Ásgarði kl. 12:30. [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=87261&game_id=2737241#mbt:6-400$t&0=1[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Myndir úr leiknum má sjá á Facebook síðu [v+]https://www.facebook.com/media/set/?set=a.465681096861394.1073741849.337987076297464&type=3[v-]KKÍ[slod-]