25 júl. 2013Ísland vann góðan sigur á Dönum fyrr í kvöld í æfingarleik í Ásgarði. Strákarnir voru yfir allan tímann og unnu góðan og jafnframt sannfærandi sigur. Lokatölur leiksins 83-59. Sóknarleikur Íslands var mjög góður í byrjun leiksins og var það stóran hluta af leiknum. Boltinn gekk hratt milli manna og fengu þeir í kjölfarið mikið af opnum skotum. Ísland náði góðu forskoti sem Danir náðu að minnka í lok fyrri hálfleiks en Ísland leiddi 35-32 í hálfleik. Í þeim seinni stungu þeir endanlega af og sigurinn aldrei í hættu. Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur með 23 stig og sjö fráköst. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson setti 19 stig og tók 10 fráköst. Næsti leikur liðanna er á morgun kl. 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík. [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=87261&game_id=2737221#mbt:6-400$t&0=1[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Myndir úr leiknum má sjá á Facebook síðu [v+]https://www.facebook.com/media/set/?set=a.465681096861394.1073741849.337987076297464&type=3[v-]KKÍ[slod-]