19 júl. 2013Kína lagði Ísland 60-48 í fyrsta leik Íslands á fjögurra þjóða mótinu í Kína. Heimamenn leiddu mest allan leikinn en strákunum gekk illa að skora. Stigahæstur hjá Íslandi var Jakob Sigurðarson með 17 stig. Tölfræði Íslands: Stig: Jakob 17, Pavel 12, Hlynur 9, Hörður 6, Logi 2, Haukur 2. Önnur tölfræði: 12/31 tveggja stiga skotum. 4/22 þriggja stiga skotum. 12/18 víti. 26 fráköst. Helsta tölfræði hjá Kína: 20/33 í tveggja stiga skotum. 2/12 í þriggja stiga skotum. 14/19 víti. 37 fráköst. Næsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi í fyrramálið og hefst hann kl. 17.30 í Kína eða kl. 09.30 að íslenskum tíma. Hægt er að sjá myndir úr leiknum og ferðinni á [v+]https://www.facebook.com/media/set/?set=a.461458943950276.1073741847.337987076297464&type=3[v-]Facebook-síðu[slod-] KKÍ.