16 júl. 2013Sigmundur Már Herbertsson heldur áfram að standa sig vel í Eistlandi. Sigmundur sem er að dæma í A deild Evrópumóts U20 ára karla dæmir í dag leik Grikkja og Svartfjallalands í efri hluta keppninnar. Í gær dæmdi hann leik Litháen og Svartfjallalands þar sem Litháar komust yfir í lokin og sigruðu [v+]http://u20men.fibaeurope.com/en/cid_FW2Ym8GSJEAe2vpbWdQMR0.gameID_9353-E-1-1.compID_UIfgjyQcGqk-fPlnl66Tj0.season_2013.roundID_9350.teamID_.html[v-]63-56[slod-]. Leikurinn í dag er stjötti leikur Sigmundar í mótinu sem er gríðarlega sterkt, næst á eftir lokamótum A landsliða karla og kvenna. Allir leikir í efri hluta mótsins eru sýndir beint í FIBA TV og er hægt að fylgjast með Sigmundi í kvöld en leikurinn hefst kl 18 að staðartíma.