1 júl. 2013Það var risastór leikur sem fram fór í gær í Frakklandi þegar bestu lið mótsins, Frakkar og Spánn mættust í úrslitaleiknum. Bæði lið voru taplaus á mótinu þegar komið var í úrslitaleikinn og útlit fyrir spennandi leik sem varð rauninn þar sem leikurinn vannst með minnsta mun, [v+]http://www.eurobasketwomen2013.com/en/cid_R8byT3QNIIkwoWJcfSbdm0.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2013.gameID_8764-54-A-1.html [v-]70:69[slod-]. Spánn komst þremur stigum yfir þegar rúmar 7 sekúndur voru eftir þegar Sancho Lyttle skoraði flautukörfu og Frakkar náðu ekki að jafna og sigurinn í höfn hjá þeim spænsku í frábærum leik þar sem bæði lið innihalda margar af bestu leikmönnum Evrópu í dag. Sancho Lyttle í liði meistaranna var kjörin besti leikmaður mótsins (MVP) en hún var með 18.4 stig og 11.1 frákast að meðaltali á mótinu. Í úrslitaleiknum var hún einmitt með 20 stig og 11 fráköst en Alba Torres var með 21 stig að auki. Hjá Frökkum var Sandrine Gruda með 25 stig. Auk Sancho voru í úrvalsliðinu Celine Dumerc og Isabelle Yacoubou frá Frakklandi, Alba Torres Spáni og Frida Eldebrink frá Svíþjóð, sem stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu ættu að kannast við frá NM í fyrra. Spennandi að sjá hvort karlalið Spánverja fylgi þessu eftir og verði einnig meistarar en EuroBasket karla hefst í lok ágúst og fer fram í Slóveníu. Það var starfandi forseti FIBA Europe, Cyriel Coomans sem afhenti verðlaunin á mótinu í stað Ólafs heitins Rafnssonar sem var bráðkvaddur þegar mótið var hafið. Fánar á mótinu voru dregnir í hálfa stöng honum til heiðurs. [v+]http://www.youtube.com/watch?v=dzYoDHhGlGg&feature=player_embedded [v-]Myndbrot úr úrslitaleiknum[slod-]
Spánn Evrópumeistari kvenna 2013
1 júl. 2013Það var risastór leikur sem fram fór í gær í Frakklandi þegar bestu lið mótsins, Frakkar og Spánn mættust í úrslitaleiknum. Bæði lið voru taplaus á mótinu þegar komið var í úrslitaleikinn og útlit fyrir spennandi leik sem varð rauninn þar sem leikurinn vannst með minnsta mun, [v+]http://www.eurobasketwomen2013.com/en/cid_R8byT3QNIIkwoWJcfSbdm0.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2013.gameID_8764-54-A-1.html [v-]70:69[slod-]. Spánn komst þremur stigum yfir þegar rúmar 7 sekúndur voru eftir þegar Sancho Lyttle skoraði flautukörfu og Frakkar náðu ekki að jafna og sigurinn í höfn hjá þeim spænsku í frábærum leik þar sem bæði lið innihalda margar af bestu leikmönnum Evrópu í dag. Sancho Lyttle í liði meistaranna var kjörin besti leikmaður mótsins (MVP) en hún var með 18.4 stig og 11.1 frákast að meðaltali á mótinu. Í úrslitaleiknum var hún einmitt með 20 stig og 11 fráköst en Alba Torres var með 21 stig að auki. Hjá Frökkum var Sandrine Gruda með 25 stig. Auk Sancho voru í úrvalsliðinu Celine Dumerc og Isabelle Yacoubou frá Frakklandi, Alba Torres Spáni og Frida Eldebrink frá Svíþjóð, sem stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu ættu að kannast við frá NM í fyrra. Spennandi að sjá hvort karlalið Spánverja fylgi þessu eftir og verði einnig meistarar en EuroBasket karla hefst í lok ágúst og fer fram í Slóveníu. Það var starfandi forseti FIBA Europe, Cyriel Coomans sem afhenti verðlaunin á mótinu í stað Ólafs heitins Rafnssonar sem var bráðkvaddur þegar mótið var hafið. Fánar á mótinu voru dregnir í hálfa stöng honum til heiðurs. [v+]http://www.youtube.com/watch?v=dzYoDHhGlGg&feature=player_embedded [v-]Myndbrot úr úrslitaleiknum[slod-]