28 jún. 2013Í kvöld fóru fram undanúrlslitaleikirnir á EuroBasket kvenna sem fram fer í Frakklandi en þá áttust við Spánn og Serbía og svo Tyrkland og Frakkland. Spánn hafði sigur á spútnikliði Serba 88:69 en Spánn hefur ekki tapað leik á mótinu og eru komnar í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Spænska liðið lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þær voru 48:28 yfir í hálfleik og skoruðu til að mynda 29 stig í öðrum leikhluta, einu meira en allt serbneska liðið í þeim fyrri. Frakkar lögðu Tyrki 57:49 í seinni undanúrslitaleik kvöldsins og það verða því heimastúlkur í Frakklandi sem mæta þeim spænsku í úrslitaleiknum á sunnudaginn á meðan Serbía og Tyrkland leika um bronsið.
EuroBasket kvenna: Frakkland·Spánn í úrslitum
28 jún. 2013Í kvöld fóru fram undanúrlslitaleikirnir á EuroBasket kvenna sem fram fer í Frakklandi en þá áttust við Spánn og Serbía og svo Tyrkland og Frakkland. Spánn hafði sigur á spútnikliði Serba 88:69 en Spánn hefur ekki tapað leik á mótinu og eru komnar í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Spænska liðið lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þær voru 48:28 yfir í hálfleik og skoruðu til að mynda 29 stig í öðrum leikhluta, einu meira en allt serbneska liðið í þeim fyrri. Frakkar lögðu Tyrki 57:49 í seinni undanúrslitaleik kvöldsins og það verða því heimastúlkur í Frakklandi sem mæta þeim spænsku í úrslitaleiknum á sunnudaginn á meðan Serbía og Tyrkland leika um bronsið.