21 jún. 2013FIBA Europe hefur fyrirskipað að vegna andláts Ólafs Rafnssonar verði mínútu þögn fyrir alla leiki á EuroBasket kvenna sem fram fer í Frakklandi, í gær og í dag. Að auki verða öllum mótsfánum flaggað í hálfa stöng til enda keppninnar og FIBA Europe fáninn mun bera sorgarborða þar til keppninni lýkur 30. júní. Andlát Ólafs hefur hreyft við mörgum í körfuknattleiksheiminum og fjölmargar samúðarkveðjur hafa borist til skrifstofu KKÍ og fjölskyldu Ólafs.
FIBA Europe: Ólafs Rafnssonar minnst á Evrópumótinu
21 jún. 2013FIBA Europe hefur fyrirskipað að vegna andláts Ólafs Rafnssonar verði mínútu þögn fyrir alla leiki á EuroBasket kvenna sem fram fer í Frakklandi, í gær og í dag. Að auki verða öllum mótsfánum flaggað í hálfa stöng til enda keppninnar og FIBA Europe fáninn mun bera sorgarborða þar til keppninni lýkur 30. júní. Andlát Ólafs hefur hreyft við mörgum í körfuknattleiksheiminum og fjölmargar samúðarkveðjur hafa borist til skrifstofu KKÍ og fjölskyldu Ólafs.