14 jún. 2013Fyrsti leikur U15 landsliðs drengja á Copenhagen Invitational var á móti úrvalsliði Danmerkur skipað leikmönnum bæði 15- og 16 ára. Íslenska liðið leiddi lengstum og var yfir í leikhléi, 46-40. Snemma í síðari hàlfleik náðu dönsku strákarnir forystu og voru það því þeir ísköldu íslensku sem þurftu að að spýta í lófana ef þeir ætluðu að sigra Danina. Þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 90-87 fyrir heimamenn og Íslendingar með boltann þegar brotið er á besta leikmanni liðsins, Brynjari Karli Ævarssyni úr Breiðabliki. Hann fékk tvö vítaskot og í framhaldinu fengu Danirnir dæmda á sig tæknivillu og því voru vítaskotin fjögur sem Brynjar fékk að spreyta sig á. Að auki áttu okkar menn innkast. Til að gera langa sögu stutta, þá "kláraði" Brynjar sinn part og skoraði úr öllum sínum skotum. Síðan var skynsemin notuð og skotklukkan "notuð" en það skot geigaði og þá var lítill tími fyrir andstæðingana til að ná góðu skoti og því fór sem fór, íslenskur sigur í fyrsta leik, 91-90. Sigur með minnsta mun og ekki verður það mikið sætara. Stigaskor: Brynjar Karl Ævarsson 23, Ingvi Guðmundsson 22, Eyjólfur Ásberg 12, Þórir Þorbjarnarson 12, Árni Hrafnsson 8, Sigurkarl Jóhannesson 6, Sveinbjörn Jóhannesson 4, Jörundur Hjartarson 2 og Jón Arnór Sverrisson 2
Sigur hjá strákunum
14 jún. 2013Fyrsti leikur U15 landsliðs drengja á Copenhagen Invitational var á móti úrvalsliði Danmerkur skipað leikmönnum bæði 15- og 16 ára. Íslenska liðið leiddi lengstum og var yfir í leikhléi, 46-40. Snemma í síðari hàlfleik náðu dönsku strákarnir forystu og voru það því þeir ísköldu íslensku sem þurftu að að spýta í lófana ef þeir ætluðu að sigra Danina. Þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 90-87 fyrir heimamenn og Íslendingar með boltann þegar brotið er á besta leikmanni liðsins, Brynjari Karli Ævarssyni úr Breiðabliki. Hann fékk tvö vítaskot og í framhaldinu fengu Danirnir dæmda á sig tæknivillu og því voru vítaskotin fjögur sem Brynjar fékk að spreyta sig á. Að auki áttu okkar menn innkast. Til að gera langa sögu stutta, þá "kláraði" Brynjar sinn part og skoraði úr öllum sínum skotum. Síðan var skynsemin notuð og skotklukkan "notuð" en það skot geigaði og þá var lítill tími fyrir andstæðingana til að ná góðu skoti og því fór sem fór, íslenskur sigur í fyrsta leik, 91-90. Sigur með minnsta mun og ekki verður það mikið sætara. Stigaskor: Brynjar Karl Ævarsson 23, Ingvi Guðmundsson 22, Eyjólfur Ásberg 12, Þórir Þorbjarnarson 12, Árni Hrafnsson 8, Sigurkarl Jóhannesson 6, Sveinbjörn Jóhannesson 4, Jörundur Hjartarson 2 og Jón Arnór Sverrisson 2