11 jún. 2013Í dag eru 85 dagar þar til fyrsta uppkastið fer á loft í fyrsta leiknum á EuroBasket karla 2013 sem fram fer í Slóveníu. Keppni hefst 4. september og lýkur 22. september. Keppt verður í fjórum 6-liða riðlum til að byrja með og munu þrjú efstu liðin í hverjum riðli (12 lið samtals) fara áfram í tvo riðla þar sem 8-lið komast áfram en alls verða þetta 90 leikir sem leiknir verða á mótinu. Að venju verður hægt að kaupa hágæða áskrft á netinu á FIBA-TV og fá þannig góðan straum á alla leiki mótsins í beinni útsendingu. Spánverjar eru núverandi meistarar eftir sigur á Frakklandi í Litháen 2011 en þeir unnu einnig Serbíu 2009 og geta því varið titilinn í ár öðru sinni. Liðin sem leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn 2013: · Belgía · Bosnía · Bretland · Finnland · Frakkland · Georgía · Grikkland · Ísrael · Ítalía · Lettland · Litháen · Pólland · Rússland · Makedónía · Króatía · Serbía · Spánn · Svíþjóð · Svartfjallaland · Tékkland · Tyrkland · Úkraína · Þýskaland Hægt er að lesa nánar um [v+]http://www.eurobasket2013.org/en/cid_8Xfg3jZMG1QuJnp6pnUWd3.pageID_5KsIVODWHS28sEqObv8wI3.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2013.html [v-]EuroBasket 2013 hérna[slod-].
EuroBasket 2013: 85 dagar til stefnu
11 jún. 2013Í dag eru 85 dagar þar til fyrsta uppkastið fer á loft í fyrsta leiknum á EuroBasket karla 2013 sem fram fer í Slóveníu. Keppni hefst 4. september og lýkur 22. september. Keppt verður í fjórum 6-liða riðlum til að byrja með og munu þrjú efstu liðin í hverjum riðli (12 lið samtals) fara áfram í tvo riðla þar sem 8-lið komast áfram en alls verða þetta 90 leikir sem leiknir verða á mótinu. Að venju verður hægt að kaupa hágæða áskrft á netinu á FIBA-TV og fá þannig góðan straum á alla leiki mótsins í beinni útsendingu. Spánverjar eru núverandi meistarar eftir sigur á Frakklandi í Litháen 2011 en þeir unnu einnig Serbíu 2009 og geta því varið titilinn í ár öðru sinni. Liðin sem leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn 2013: · Belgía · Bosnía · Bretland · Finnland · Frakkland · Georgía · Grikkland · Ísrael · Ítalía · Lettland · Litháen · Pólland · Rússland · Makedónía · Króatía · Serbía · Spánn · Svíþjóð · Svartfjallaland · Tékkland · Tyrkland · Úkraína · Þýskaland Hægt er að lesa nánar um [v+]http://www.eurobasket2013.org/en/cid_8Xfg3jZMG1QuJnp6pnUWd3.pageID_5KsIVODWHS28sEqObv8wI3.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2013.html [v-]EuroBasket 2013 hérna[slod-].