31 maí 2013Rétt í þessu voru stelpurnar okkar að leggja Kýpur 70-49. Úrslitin þýða að stelpurnar spila hreinan úrslitaleik við Luxembourg á morgun kl.12:00 að íslenskum tíma. Stelpurnar hófu leikinn með góðri vörn sem og greinilega ákveðnar í að vinna þær kýpversku. Helena fékk sína þriðju villu í miðjum öðrum leikhluta sem og Bryndís og Hildur Björg. Stelpurnar héldu áfram á sömu braut í seinni hálfleik og sigurinn aldrei í hættu. Þær létu boltan ganga vel og börðust eins og ljón í vörninni. Glæslegur sigur og síðasti leikur stelpnanna á morgun við Luxembourg er hreinn úrslitaleikur um sigur á leikunum. Gunnhildur Gunnarsdóttr sagði þetta að leik loknum „Það sem vann þennan leik var liðsheildin, við erum með mjög gott lið og það er sama hver kemur inn á það eru allar með. Við vorum ragar að taka skotin í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fóru skotin að detta og í framhaldi af því urðum við mun ákveðnari sóknarlega. Vörnin var góð en við misstum hausinn nokkrum sinnum og þá komumst þær inni leikinn með auðveldum körfum. En við höfðum trú á því sem við vorum að gera og kláruðum leikinn.