13 maí 2013
Ísland átti fjóra leikmenn í úrvalsliðum á Norðurlandamótinu þetta árið. Tveir leikmenn í U16-ára flokki drengja voru valdir, þeir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Kristinn leiddi mótið í stigum skoruðum með 18.8 stig að meðaltali í leik og Kári var þriðji með 16.0 stig. Samherji þeirra, Ragnar Friðriksson leiddi mótið í stoðsendingum með 4.2 í leik og Kári var annar með 3.8 í leik. Kristinn átti hæsta staka framlagsleikinn með 39 framlagsstig gegn Eistum. Í U18-ára flokki kvenna Var Ingunn Embla valin í úrvalsliðið. Hún var næst stigahæst að meðaltali með 14.6 stig og var önnur í stoðsendingum með 3.6 í leik. Ingunn átti líka hæsta framlagið í stökum leik en það var í leik gegn Noregi þegar hún var með 38 framlagsstig. Hún varð einnig önnur yfir hæsta framlag að meðaltali í mótinu með 17.0 í leik. Marín Laufey Davíðsdóttir var önnur yfir felst fráköst að meðaltali, með 9.6 í leik. Þá var Dagur Kár Jónsson valinn í U18-ára flokki karla í úrvalsliðið. Hann var með flest stig að meðaltali í leik, 27.6, og var með hæsta framlagið að meðaltali eftir fimm leiki, með 21.2 að meðaltali. Samherji hans, Maciej Baginski, var svo annar með 22.0 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar áttu líka tvo stigahæstu stöku leiki mótsins, Dagur með 37 stig og Maciej með 36 stig. Nánari tölfræði og úrslit má sjá [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?league_id=788&league_id=788&league_id=788&league_id=788 [v-]hérna[slod-]. Hægt er að skipta um lið (U16 og U18 karla og kvenna) með því af fara í „Change“ hnappinn ofarlega til hægri.