12 maí 2013 Lokaleikur U18-kvenna á NM2013 var gegn Dönum. Liðið var búið að vinna 2 og tala tveim leikjum og því ljóst að endanleg úrslit mótsins myndi að ráðast af leikjum dagins hér í Solna. Stelpurnar byrjuðu af krafti og fyrir utan stöðuna 0:2 leiddu stelpunar allan leikinn og náðu mest 18 stiga forskoti í leiknum. Ísland vann fyrsta leikhluta 20:14 og þann annan 17:7. Staðan í leikhléi því 37:21 okkur í vil. Danir komu til baka eftir hlé og unnu þann leikhluta með 10 stigum en okkar stelpur svöruðu því í lokaleikhlutanum og unnu hann 15:7 og sigurinn í höfn, 60:46. Stigahæstar í liði Íslands: Guðlaug Björg Júlíusdóttir 14 stig, Marín Laufey Davíðsdóttir 13 stig og 14 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 12 stig, 8 fráköst og 5 stolnir boltar, Sara Rún Hinriksdóttir 9 stig og 6 stoðsendingar. Svíar urðu norðurlandameistarar 2013 í U18-kvenna og Ísland hafnaði í öðru sæti með 3 sigra og 2 töp. Stelpurnar fögnuðu vel og innilega í leikslok og stóðu sig frábærlega á mótinu eins og sjá má hér að neðan í smá myndbroti [v+]http://www.youtube.com/watch?v=Dnt-hSMlOAA&feature=youtu.be [v-]Myndbrot af verðlaunaafhendingunni[slod-] [v+]https://www.youtube.com/watch?v=Xcwuf6dElMQ&feature=player_embedded [v-]Myndbrot af stelpunum fagna eftir verðlaunaafhendingu[slod-] [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2523411&season_id=81011 [v-]Tölfræði leiksins[slod-]
NM · U18-kvenna í 2. sæti eftir frábæran sigur á Danmörku
12 maí 2013 Lokaleikur U18-kvenna á NM2013 var gegn Dönum. Liðið var búið að vinna 2 og tala tveim leikjum og því ljóst að endanleg úrslit mótsins myndi að ráðast af leikjum dagins hér í Solna. Stelpurnar byrjuðu af krafti og fyrir utan stöðuna 0:2 leiddu stelpunar allan leikinn og náðu mest 18 stiga forskoti í leiknum. Ísland vann fyrsta leikhluta 20:14 og þann annan 17:7. Staðan í leikhléi því 37:21 okkur í vil. Danir komu til baka eftir hlé og unnu þann leikhluta með 10 stigum en okkar stelpur svöruðu því í lokaleikhlutanum og unnu hann 15:7 og sigurinn í höfn, 60:46. Stigahæstar í liði Íslands: Guðlaug Björg Júlíusdóttir 14 stig, Marín Laufey Davíðsdóttir 13 stig og 14 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 12 stig, 8 fráköst og 5 stolnir boltar, Sara Rún Hinriksdóttir 9 stig og 6 stoðsendingar. Svíar urðu norðurlandameistarar 2013 í U18-kvenna og Ísland hafnaði í öðru sæti með 3 sigra og 2 töp. Stelpurnar fögnuðu vel og innilega í leikslok og stóðu sig frábærlega á mótinu eins og sjá má hér að neðan í smá myndbroti [v+]http://www.youtube.com/watch?v=Dnt-hSMlOAA&feature=youtu.be [v-]Myndbrot af verðlaunaafhendingunni[slod-] [v+]https://www.youtube.com/watch?v=Xcwuf6dElMQ&feature=player_embedded [v-]Myndbrot af stelpunum fagna eftir verðlaunaafhendingu[slod-] [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2523411&season_id=81011 [v-]Tölfræði leiksins[slod-]