12 maí 2013
U16-drengir léku gegn Dönum um sigur á NM2013 þar sem bæði lið voru taplaus fyrir leikinn. Danir hafa á nokkrum hávöxnum leikmönnum að skipa og reyndust þeir okkur erfiðir á köflum. Danir byrjðu mjög ákveðið og settu 31 stig gegn íslensku vörninni gegn 16 stigum frá okkur í fyrsta leikhluta. Í 2. leikhluta jafnaðist leikurinn, leikhlutinn fór 18:17 fyrir Dani og munurinn í hálfleik því 16 stig, 33:49. Stigahæstir í hálfleik: Ragnar Friðriks 9 stig, Kristinn 8 stig, Halldór 7 stig, Kári 6 stig.
Í seinni hálfleik tóku Danir góðan sprett þar sem þeir náðu muninum upp í 27 stig og á brattann að sækja hjá okkar strákum. Danir spila góða vörn og verjast vel í kringum körfuna með stóra stráka í miðjunni. Í 4. leikhluta gekk lítið upp hjá okkar strákum. Liðið var að hitta illa í sókninni á meðan Danir nýttu sín færi mjög vel. Þær körfur sem Ísland skoraði var jafnharðan svarað af danska liðinu og þeir vinna sannfærandi sigur í dag, 69:88. Danir eru því norðurlandameistarar í U16-drengja 2013. Ísland hafnaði í 2. sæti og hlaut silfur. Stigahæstir í íslenska liðinu: Kári Jónsson 24 stig, Kristinn Pálsson 11 stig og 8 fráköst, Halldór Hermannsson 10 stig, Ragnar Friðriksson 9 stig. [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2522971&season_id=80961 [v-]Tölfræði leiksins[slod-] [v+]http://karfan.is/image/1546 [v-]Myndasafn úr leiknum[slod-] Lokastaðan: 1. Danmörk 5-0 2. Ísland 4-1 3. Finnland 3-2 4. Svíþjóð 2-3 5. Eistland 1-4 6. Noregur 0-5