11 maí 2013
Leikur tvö á fjórða keppnisdegi sem er gegn Svíþjóð var leikur U16-stúlkna. Stelpurnar unnu fyrstu tvo leiki sína en töpuðu fyrir Finnlandi í gær. Byrjunarlið Íslands: Ingibjörg, Þóra Kristín, Kristrún, Karen Dögg, Eva. 1. leikhluti Leikurinn fór hægt af stað en Svíþjóð hitti vel úr opnum skotum á meðan stelpurnar okkar voru í vandræðum með að finna opin færi. Staðan 0:15 eftir fyrstu 5 mín. leiksins þegar Tómas tók leikhlé. Stelpurnar okkar skoruðu sín fyrstu stig eftir 6 og hálfa mínútu með laglegum samleik Ingibjargar og Evu. Stigin urðu að lokum 5 gegn 30 hjá þeim sænsku og á brattan að sækja hjá okkar liði. 2. leikhluti Stelpurnar okkar mættu ákveðnar eftir leikhlutaskiptin og spiluðu eins og þær geta, leikhlutinn fór 17:20 og stelpurnar sýndu að þær eiga fullt erindi í lið Svía eftir að hafa endurstillt sinn leik. Eva setti 10 stig og var kominn með 15 alls. Staðan 22:50í hálfleik. Stigaskor Íslands í fyrri hálfleik: Eva 15 stig, Kristrún 3 stig og Þóra Kristín og Karen Dögg 2 stig hvor. 3. leikhluti Stelpurnar byrjuðu af sama krafti og þær enduðu fyrri hálfleikinn og skora í fyrstu þrem sóknum sínum og stóðu á pari við lið Svía eftir leikhlutann sem fór 16:16. Stelpurnar sóttu vel 4. leikhluti Aðeins var farið að draga af okkar stelpum eftir erfiðan leik og var lítið skorað hjá báðum liðum. Leikhlutinn fór 5:10 og lokaniðurstaðan 43:76 fyrir heimastúlkur. Sigaskorið hjá Íslandi: Eva Kristjánsdóttir 26 stig og 6 fráköst, Kristrún Björgvinsdóttir 6 stig og 6 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 3 stig og 4 fráköst og Salvör Ísberg, Ingibjörg Sigurðardóttir, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir 2 stig hver. Niðurstaðan: Eftir erfiða byrjun í fyrsta leikhluta sýndu stelpurnar að þær geta barist og ákváðu að gefast ekki upp. Þær voru jafnar þeim sænsku það sem eftir lifði leik og munurinn á milli liðanna slæm byrjun okkar liðs. Sænska liðið leikur úrslitaleik gegn því finnska á morgun um sigur á mótinu, bæði lið taplaus. Svíar eru með stóra leikmenn og hittu mjög vel í leiknum. Næsti leikur er við Dani á morgun í lokaleik U16-stúlkna á mótinu sem hafa nú unnið tvo leiki og tapað tveim. Hann hefst kl. 12.30 að íslenskum tíma. Næsti leikur hjá U18-karla er gegn Svíþjóð kl. 17.00 að íslenskum tíma á morgun. [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2523221&season_id=81001 [v-]Tölfræði leiksins[slod-] [v+]http://karfan.is/image/1534 [v-]Myndasafn úr leiknum[slod-] [v+]http://karfan.is/image/1534 [v-]Myndasafn 2 úr leiknum[slod-] [v+]http://www.youtube.com/watch?v=fTIE19vJtRk&feature=youtu.be [v-]Viðtal við Ingibjörgu eftir leikinn[slod-]